Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 64
250
MENNTAMÁL
atburði líðandi stundar. Þessi smáskammtagjöf helzt allar
götur upp í menntaskóla; allt til stúdentsprófs eru settar
fyrir stuttar lexíur, enda þótt frjálsari námshættir séu
teknir að ryðja sér rúms
Margur er ruglaður í ríminu, er hefja skal nám án
hjálpar annarra og án þess að náminu sé skipað niður í
regluleg námskeið. Þegar sleppir ákveðnum fyrirlestrum
og æfingum og nokkrum námskeiðum, verður stúdentinn
að bera ábyrgð á námi sínu og kynna sér rækilega um-
fangsmiklar bókmenntir, sem þar að auki eru oft á fram-
andi tungu. Hann nýtur engrar hjálpar við að skipta efn-
inu niður í hæfilega kafla, og enginn hlýðir honum yfir.
Hann getur ekki farið eftir neinni töflu, og engir kenn-
arar segja honum til, hversu á efninu skal tekið. Stúdent-
inn verður að bjargast af eigin ramleik, og það er gert
ráð fyrir því, að hann hafi vald á sjálfstæðu námi og geti
skipulagt starf sitt, enda þótt hann hafi enga þjálfun feng-
ið í því áður. Afleiðingin af því er sú, að mikill fjöldi
stúdenta í ýmsum háskóladeildum, t. d. um helmingur
stúdenta í hugvísindum, lýkur aldrei prófi. 1 læknadeild
eru afföllin mjög lítil, en þar fer kennslan að miklu leyti
fram á skýrt afmörkuðum námskeiðum við einstakl-
ingslega handleiðslu.
Að skipuleggja nám sitt.
Ekki verður komizt hjá því að gera áætlun og skipu-
leggja námið, hvort heldur stefnt er að nálægu eða fjar-
lægu markmiði. Lengst af skólatímans eru það kennar-
arnir og foreldrarnir, sem skipuleggja námið. Þegar nem-
endunum vex fiskur um hrygg, er ráð fyrir því gert, að
þeir séu virkir í skipulagningunni. Þegar í menntaskóla
gætir áhugamála nemandans sjálfs og einnig væntanlegs
starfsvals hans í framtíðinni. Þó skal á það minnt, að hæfi
til þess að skipuleggja og gera áætlun er merki um per-
sónulegan þroska. Þroskastigið er því hærra því nákvæm-