Menntamál - 01.12.1961, Síða 66
252
MENNTAMÁL
dreifingu í tíma. Þessar tafir eða hindranir verða mjög
virkar, þegar nýtt efni skal lesið á síðustu nóttunum fyrir
prófið. Eitt minnisatriðið bægir þá öðru frá.
Það er algengur ókostur lexíunámsins, að börnin sitja
stund eftir stund yfir kennslubókunum, en tíminn brytjast
í rauninni niður við hugarflakk frá einu efni til annars,
án allrar einbeitingar. Það er mikils vert að kenna börn-
unum að lesa með einbeittum hug í nokkrar mínútur í
senn. Slíkt gefur betri raun en flöktandi lestur í miklu
lengri tíma.
Sálarfræði alþýðu gerir mun á „morgunhönum“ og
,,næturhröfnum“. Fyrri hópurinn er talinn vera séxdega
vel fallinn til vinnu á morgnana, en sá síðari á kvöldin.
Sálarfræðingar og lífeðlisfræðingar hafa gert margs kon-
ar rannsóknir á þessu efni, en af þeim niðurstöðum virðist
ekki ástæða til skarprar aðgreiningar á hópum þessum.
Flestir virðast hæfir til að vinna hvort heldur er kvölds eða
morgna, en ytri aðstæður og aðlögunarhæfni þeirra ræður,
hvorn tímann þeir velja. Sumir eiga erfitt með að vera svo
vakandi á morgnana, að þeir geti snúið sér þegar að námi.
Þeir eru ekki fullverkhæfir fyrr en liðið er langt á dag.
Aðrir eru fljótir að vakna úr djúpum svefni til öruggrar
vöku.
Vitrænt starf er jafnþreytandi og líkamlegt. Tauga-
kerfið er mjög virkt við einbeitt hugarstarf. En einbeit-
ing hugans er einnig tengd vöðvaáreynslu, enda þótt mað-
ur sitji kyrr. Þá má enn greina milli tveggja greina þreytu.
Annars vegar lífeðlisfrædilegrar þreytu', hins vegar and-
legrar saðningar, en fyrra afbrigðið kemu af því, að eitruð
úrgangsefni setjast að í vöðvum og taugum. Menn verða
þreyttir af starfinu. Hitt afbrigði þreytunnar kemur eink-
um fram í einhæfu og tilbreytingarlausu starfi, er menn
hafa ekki áhuga á, og við verkefni, sem þeir sjá ekki út
yfir. Menn þreytast af viðhorfinu til verksins.
Mikið veltur á því, að tímanum sé skynsamlega skipt