Menntamál - 01.12.1961, Page 68
254
MENNTAMÁL
ónæði af útvarpi, síma og sjónvarpi. Ýmsir sitja því við
nám um nætur til þess að hafa betra næði. Slíkt er ger-
andi, ef tök eru á því að sofa út á morgnana. En oftast
þurfa menn að fara snemma á fætur, jafnt námsmenn
sem aðrir, og þó að nemandi megi sofa á morgnana,
valda aðrir heimamenn honum ónæði.
Æskilegast er að sjálfsögðu, að námsmaðurinn hafi
herbergi út af fyrir sig. Ýmsum þykir þægilegt að hafa
hljóðláta útvarpstónlist álengdar, þeim er nokkur fróun
að því, að ekki ríki alger kyrrð umhverfis þá. Á þetta eink-
um við eirðarlítið fólk í stórborgum. Alþýðleg, létt tón-
list þarf ekki að trufla. En dagskrárskiptin eru tíð og
verður þá oft ekki hjá því komizt að víkja frá bókunum
til að kveikja eða slökkva á tækinu. Ef nemandinn gefur
sig á vald tónlistinni, fer einbeiting hugans við námið
út um þúfur.
Nemandinn á að hafa þægilegt sæti og forðast þarf-
lausa vöðvaspennu. Hagkvæmast er að sitja við borð, ef
skrifa þarf eitthvað hjá sér í sérstakar bækur eða á sér-
stakan pappír. Þá er og gott að hafa hjá sér hentugar
handbækur. Ef námsmaðurinn liggur á bekk eða sekkur
í mjúkan djúpan stól, truflast einbeitingin jafnan, er
hann þarf að rísa á fætur eða teygja sig eftir handbók
eða öðru hjálpargagni, nema þá hann rísi alls ekki á
fætur!
Bókasafnið er prýðilegur námsstaður, ef ekki er kostur
næðis heima. Reykingamönnum er lítið um bókasöfn,
því að hugur þeirra binzt við tóbaksþörfina. Ýmsir telja,
að þeir verði fyrir truflunum af þeim, er nálægt sitja,
enda þótt þeir tali ekki saman. Margir geta vanizt trufl-
unum svo, að þeir veita þeim ekki athygli. Borgarbúar
margir hafa vanið sig á að lesa í strætis- og sporvögn-
um og jafnvel í biðröðum. Slíkur lestur krefst að sjálf-
sögðu miklu meiri orku en til þarf, ef lesið er í næði
heima.