Menntamál - 01.12.1961, Side 74
260
MENNTAMÁL
inum endurvekja þær hugmyndir, er ljósar voru vi8 lest-
urinn.
Önnur námstælcnileg sjónarmid.
í flestu bóklegu námi koma fyrir óljós eða torskilin orð
og hugtök. Skynsamlegt er að leita þessara orða í orða-
bókum og annars kyns handbókum. Það er mjög var-
hugavert að treysta því, að merkingin sjáist af samheng-
inu. Athuganir á lestrarhraða fullorðinna manna hafa
oft leitt í ljós, að hann verður minni sakir skilningsskorts
á einstökum orðum, einkum tökuorðum. Þeir ráða jafnan
yfir miklum orðaforða, sem eru fljótir að gera útdrætti
úr texta. Hver sá, sem eykur orðaforða sinn skipulega,
eykur einnig lestrarhraðann, og kemur það náminu al-
mennt að gagni. Handhægt ráð til að ala sjálfan sig upp
með þessum hætti er að hafa jafnan hjá sér vasabók og
leita ætíð þeirra orða í orðabók og skrifa þau í stafrófs-
röð í vasabókina, er torskilin reynast við lesturinn.
Þá hefur lestrartæknin í þröngum skilningi úrslita-
áhrif. Rannsókn var gerð í háskólanum í Stokkhólmi á
lestrarhraða stúdenta. Lásu þeir tímaritsgrein eina um
fúkkalyf. Einstaklingsmunur var á lestrarhraða frá
140 orðum á mínútu upp í 430 orð. Auðveldlega má auka
lestrarhraða með réttri þjálfun. Þjálfun á sjálfum augn-
hreyfingunum, skynjun hinna prentuðu tákna, eykur hrað-
ann. Þá getur það enn aukið lestrarhraðann, ef hæfileik-
inn til að gera útdrátt úr texta er jafnframt þjálfaður
og orðaforði aukinn. Ef staðreyndir eru fáar í námsefn-
inu og lítt þarf að fylgja óhlutstæðum rökleiðslum, getur
góð leikni í að hlaupa gegnum efnið verið hagfelld. Sú
leikni þjálfast bezt, ef menn temja sér að draga út kjarn-
ann, meginhugmyndina. Skynsamlegt er að æfa sig á stutt-
um ritsmíðum af þeirri gerð, er birtast í ýmsum tímarit-
um. Þá ætlar námsmaðurinn sér nokkrar mínútur til að