Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 79
MENNTAMAL
265
GESTUR O. GESTSSON:
Reikningskennsla.
Max Wertheimer er maður nefndur. Hann fæddist í
Praha (Prag), varð mikilsmetinn vísindamaður og há-
skólakennari í Þýzkalandi. Þaðan flýði hann undan ógn-
um nazismans, árið 1933, og vann síðan til æviloka, 1943,
í „New School of Social Research“ í New York. Seinasta
bók hans, Productive Thinking, kom út að honum látnum,
og hefur vakið mikla athygli. Ég vil þýða og endursegja
frásagnarbrot úr þeirri bók, og fer eftir þýzkri útgáfu:
Produktives Denken, Frankfurt am Main, 1957. Frásögn-
in hefst á 16. síðu:
„Ég heimsæki skóla. Kennarinn: „í seinustu stund lærð-
um við um flatarmál rétthyrninga. Kunnið þið það öll ?“
Bekkurinn: „Já.“ Einn nemandinn segir: „Flatarmál rétt-
hyrnings er jafnt margfeldi (prodúkti) hliðanna." Kenn-
arinn samþykkir, og gefur síðan nokkur dæmi, með ólík-
um tölum. Allir reikna þau auðveldlega.
„Nú,“ segir kennarinn, „höldum við áfram.“ Hann teikn-
ar samsíðung á töfluna: „Þetta köllum við samsíðung.
Samsíðungur er ferhyrningur í sléttum fleti, gagnstæðar
hliðar hans eru jafnar og samsíða.“
Nemandi réttir upp hönd: „Herra kennari; hve langar
eru hliðarnar?“ „O, hliðarnar geta verið af ýmsum lengd-
um,“ sagði kennarinn, „á þessari mynd eru þær 11 sm og
5 sm“. „Þá er flatarmálið 5 sinnum 11 fersentímetrar".
„Nei,“ svaraði kennarinn, „það er rangt. En nú skuluð
þið læra hvernig flatarmál samsíðungs er fundið.“ Hann
merkir horn samsíðungsins a, b, c, d.