Menntamál - 01.12.1961, Síða 81
MENNTAMAL
267
hafa þau lært? Hafa þau hugsað? Hafa þau skilið við-
fangsefnið? Ef til vill er þetta allt blind ítrekun. Þau
reikna dæmin greinilega, svo að eitthvað hafa þau numið
almenns eðlis, jafnvel ályktað. Þau gátu ekki aðeins farið
orðrétt með skýringar kennarans, heldur einnig notað þær
við úrlausnir dæma. Hvernig mátti ég reyna þessa hluti?“
Ég spurði kennarann hvort ég mætti leggja spurningu
fyrir bekkinn. „Með ánægju,“ svaraði hann, sýnilega
hreykinn af nemendum sínum.
Ég dró þessa mynd á töfluna:
Mörg barnanna
ráku upp stór augu.
Eitt rétti upp hönd:
„Herra kennari, þetta
höfum við ekki haft
ennþá.“ Önnur tóku
til starfa, felldu lóð-
línurnar frá báðum
efri hornum og fram-
lengdu grunnlínuna,
svo sem þeim hafði
verið kennt. Þá sátu mörg þeirra hjálparvana með vand-
ræðasvip, en önnur skrifuðu ánægð og örugg undir mynd-
ina: „Flatarmálið er jafnt grunnlínu sinnum hæð.“ Spurn-
ingin, hvort það gilti einnig í þessu tilfelli, rak einnig
þau í vörðurnar, svo að þau sátu jafn ósjálfbjarga hin-
um. Nokkur tóku þessu öðruvísi. Þau brostu við og leystu
dæmið auðveldlega, sum eftir að þau höfðu snúið hefti
sínu um 45°.
Kennarinn sá að fá barnanna réðu við dæmið, og sagði
við mig móðgaður: „Þér hljótið þó að viðurkenna, að
þetta er mjög óvenjuleg mynd. Auðvitað ráða börnin ekki
við hana“.“
Þetta var árangur „fyrirmyndar kennslu,“ — þörf hug-
vekja. — Kennarinn skýrði viðfangsefnið vel og rétt,