Menntamál - 01.12.1961, Page 82
268
MENNTAMAL
æfði það mjög, lét síðan lesa það heima, lét nemanda skýra
það munnlega og skriflega í upphafi næstu stundar, og
enn æfa. Allt þetta léku allir nemendurnir auðveldlega
eftir, ekkert hik, því síður skekkjur.
— Og þó reyndust flestir nemendurnir gersamlega ráð-
þrota, ef myndinni var snúið lítið eitt við á töflunni. —
Hvað olli?
Allir, sem nokkuð þekkja ung börn, vita, að þau gera
sér engar rellur af því hvernig mynd, sem þau skoða, snýr
við þeim, þau sjá myndina jafnt og skilja hana, hvort sem
hún snýr rétt, liggur á hlið eða stendur á höfði. Þau
hirða og lítið um, hvað fullorðnir kalla rétta stöðu mynd-
ar, þegar þau byrja að teikna. Þessari lipurð skynjunar-
innar má ekki útrýma, þótt barni sé kennt að meta gildi
þyngdarinnar, láréttu og lóðréttu. Þau börnin, sem kennsl-
an hafði minnst mótað, skildu viðfangsefnið og leystu
dæmið, hvernig sem myndin lá, hin sátu ráðalaus.
Þessi ,,fyrirmyndar“ kennsla heitir reglingur.
Fyrsta og versta villa þeirrar kennslu er sú, að kennar-
inn byrjar á því að ,,kenna“ nemendunum meðferð hvers
nýs viðfangsefnis, í stað þess að leiða þá til að skoða það
frá sem flestum hliðum, skilja það og skapa sér sínar
eigin aðferðir. Það er að vísu oft erfitt, og stundum
ómögulegt í tölfræði, en venjulega auðvelt í rúmfræði
(Rúmfræði fjallar jafnt um flatarmál og rúmmál, lögun
hluta og hvað annað sem einhverja víðáttu hefur í vit-
und alþýðu).
Það er önnur höfuðvilla þessarar kennsluaðferðar að
hún er kreddubundin í meðferð reikningsaðferða. Hún
vill komast af með sem allra fæstar aðferðir og binda
hverja þeirra í svo hörð og óbreytileg form að engu verði
um þokað. Hagvirkni kemur þar aldrei til greina. Þessu
fylgir þröngsýni og einstrengingsháttur í útskýringum
og allri meðferð viðfangsefnanna. Hefði kennarinn sem
Wertheimer sagði frá, sýnt fleiri aðferðir til þess að finna