Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Page 82

Menntamál - 01.12.1961, Page 82
268 MENNTAMAL æfði það mjög, lét síðan lesa það heima, lét nemanda skýra það munnlega og skriflega í upphafi næstu stundar, og enn æfa. Allt þetta léku allir nemendurnir auðveldlega eftir, ekkert hik, því síður skekkjur. — Og þó reyndust flestir nemendurnir gersamlega ráð- þrota, ef myndinni var snúið lítið eitt við á töflunni. — Hvað olli? Allir, sem nokkuð þekkja ung börn, vita, að þau gera sér engar rellur af því hvernig mynd, sem þau skoða, snýr við þeim, þau sjá myndina jafnt og skilja hana, hvort sem hún snýr rétt, liggur á hlið eða stendur á höfði. Þau hirða og lítið um, hvað fullorðnir kalla rétta stöðu mynd- ar, þegar þau byrja að teikna. Þessari lipurð skynjunar- innar má ekki útrýma, þótt barni sé kennt að meta gildi þyngdarinnar, láréttu og lóðréttu. Þau börnin, sem kennsl- an hafði minnst mótað, skildu viðfangsefnið og leystu dæmið, hvernig sem myndin lá, hin sátu ráðalaus. Þessi ,,fyrirmyndar“ kennsla heitir reglingur. Fyrsta og versta villa þeirrar kennslu er sú, að kennar- inn byrjar á því að ,,kenna“ nemendunum meðferð hvers nýs viðfangsefnis, í stað þess að leiða þá til að skoða það frá sem flestum hliðum, skilja það og skapa sér sínar eigin aðferðir. Það er að vísu oft erfitt, og stundum ómögulegt í tölfræði, en venjulega auðvelt í rúmfræði (Rúmfræði fjallar jafnt um flatarmál og rúmmál, lögun hluta og hvað annað sem einhverja víðáttu hefur í vit- und alþýðu). Það er önnur höfuðvilla þessarar kennsluaðferðar að hún er kreddubundin í meðferð reikningsaðferða. Hún vill komast af með sem allra fæstar aðferðir og binda hverja þeirra í svo hörð og óbreytileg form að engu verði um þokað. Hagvirkni kemur þar aldrei til greina. Þessu fylgir þröngsýni og einstrengingsháttur í útskýringum og allri meðferð viðfangsefnanna. Hefði kennarinn sem Wertheimer sagði frá, sýnt fleiri aðferðir til þess að finna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.