Menntamál - 01.12.1961, Side 86
272
MENNTAMÁL
INGIBJÖRG STEPHENSEN:
Málhölt börn.
Um athuganir á málgöllum 7—12 ára barna í 22 skólum
utan Reykjavíkur.
Á síðastliðnu hausti var ég undirrituð sett af Mennta-
málaráðuneytinu, frá 1.—9. 1960, um eins árs skeið, til
þess að annast tallækningar og kennslu málhaltra í skólum
utan Reykjavíkur í samráði við skólayfirlækni og fræðslu-
málastjórnina.
Var síðan ákveðið, að ég skyldi fara um landið og heim-
sækja sem flesta af hinum stærri barnaskólum, kynna mér
ástandið í þessum málum og gefa leiðbeiningar um með-
ferð málhaltra barna eftir þörfum. Skólar þeir, er ég heim-
sótti, 22 að tölu, eru skráðir hér á eftir. Starfstíminn við
þessar athuganir var frá október 1960 til maí 1961, — en
nokkur þeirra barna, sem skráð voru i vetur, hafa séð sér
fært að sækja taltíma í sumar hér í Reykjavík, þótt flest
hafi ekki átt þess kost. — Hef ég þegar brautskráð þrjú
þeirra, en nokkur sækja ennþá tíma. Auk þess hafa all-
mörg börn komið til nánari rannsóknar um lengri eða
skemmri tíma, en ekki séð sér fært að sækja kennslu reglu-
lega að svo stöddu.
Á rannsóknarferðalögum mínum í vetur naut ég ómetan-
legrar aðstoðar skólastjóra og kennara við hina ýmsu
skóla, en að jafnaði var sá háttur á, að þeir bentu mér á
þau börn, er þeir álitu þurfa athugunar við, sökum mál-
galla eða málhelti. Á þennan hátt fékk ég til rannsóknar
öll þau börn, sem höfðu nægilega alvarlega málgalla til að
þarfnast meðferðar, auk margra annarra, sem mér þótti
ekki ástæða til að taka með á skýrslu að sinni.