Menntamál - 01.12.1961, Page 90
276
MENNTAMÁL
„völumæli", „t“ fyrir „k“ o. s. frv. „Lokað nefmæli“ rhino-
lalia clausa), er vöntun á nefhljóm (sbr. ,,kvefrödd“) —
„opið nefmæli“ (rhinolalia aperta) er hins vegar of mik-
ill nefhljómur, eins og t. d. hjá sumu holgóma fólki, sem
ekki getur lokað nefkokinu til myndunar hinna ýmsu
hljóða. Sum barnanna, sem eru t. d. smámælt, eru einnig
seinþroska, hvað snertir notkun málfræði og hafa lítinn
orðaforða, — en þar eð þessi galli var yfirleitt minna áber-
andi en aðrir, hef ég ekki flokkað hann hér sérstaklega.
Af nefndum tölum má sjá, að full þörf er á talkennur-
um í landinu. Dreifbýlið verður að vísu erfitt viðfangs í
þessu sem öðru — en það yrði tvímælalaust til mikilla bóta,
ef talkennarar fengjust að stærstu skólum landsins, t. d.
einn fyrir hvern landsfjórðung til að byrja með. Reykjavík
er hér ekki meðtalin, enda vitanlega þörf á fleiri kennur-
um þar en annars staðar.
Að svo stöddu er hér ekki völ nema örfárra manna, sem
sérmenntaðir eru í þessari grein, og virðist mér ,að starfs-
kraftar þeirra séu bezt hagnýttir með því, að þeir hafi að-
setur hér á Suðurlandi, þar sem fólkið er flest og þörfin er
mest. Hitt er þó eigi að síður nauðsynlegt, að börn annars
staðar eigi einnig kost á talkennslu, ef fært er að koma þeim
fyrir hjá fjölskyldu eða vinum, meðan á kennslunni stend-
ur.
Málgallar geta tvímælalaust haft alvarleg áhrif á sálar-
líf þeirra, sem af þeim þjást, — sem er augljóst, þegar
þess er gætt, að málið er langmikilvægasti þátturinn í
félagslegum samskiptum manna á meðal. Röskun á þess-
um tjáningarhæfileika hlýtur óhjákvæmilega að hafa í
för með sér röskun á andlegri vellíðan manna.
Enda þótt talkennsla sé hvergi nærri svo fullkomin enn,
að með henni megi lagfæra allar tegundir málgalla, hefur
hún samt miklu áorkað — svo miklu, að hún er nú fastur
liður í almenningsþjónustu í flestum löndum Evrópu og í
Ameríku. í Englandi eru t. d. talkennarar ráðnir við flesta