Menntamál - 01.12.1961, Side 96
282
MENNTAMÁL
fræðslu og uppeldis. Með dugnaði hugsjónamannsins
hafði honum tekizt að vinna ríkisstjórn og ráðamenn
heima í héraði til fylgis við hugmyndir sínar í skólamál-
um dreifbýlisins. Var Reykjanesskóli reistur undir stjórn
Aðalsteins, og kom það í hans hlut að móta kennslutilhög-
un og alla starfsemi skólans frá byrjun.
Skólinn í Reykjanesi var bæði barna- og héraðsskóli.
Barnaskólinn var fyrir tvo hreppa. Eru það víst fyrstu
sveitarfélögin, sem hafa bundizt samtökum um byggingu
heimavistarskóla fyrir börn. Reynslan hefur sannað, að
þar var rétt stefnt. Það leikur vart á tveim tungum, að
skólastjórn Aðalsteins væri með ágætum. Auk þess að
vera skólasetur varð Reykjanes á margan annan hátt
menningarmiðstöð fyrir þau byggðarlög, er að skólan-
um stóðu, en það taldi hann, að ætti að vera hlutverk
skóla-heimila sveitanna.
Aðalsteinn var fulltrúi í fræðslumálaskrifstofunni
1944—48, en tók aftur við stjórn Reykjanesskólans í eitt
ár. Þótt Aðalsteinn hyrfi frá stjórn Reykjanesskóla, hef-
ur hann alltaf borið hag skólans mjög fyrir brjósti. Átti
hann sinn þátt í að héraðsskólanum var breytt í verk-
námsskóla undir stjórn Páls sonar hans. Nýtur sá skóli
mikilla vinsælda.
Námsstjóri héraðs- og gagnfræðaskóla varð Aðalsteinn
1948. Var honum einnig falið eftirlit með fjárhagslegri
framkvæmd fræðslulaganna frá 1946. Árið 1955 voru sett
lög um fjármál skóla, er þar ákveðið, að skipaður sé eftir-
litsmaður með fjárreiðum skóla landsins. Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði Aðal-
stein í þetta ábyrgðarmikla starf. Var það ómetanlegt,
að til starfsins skyldi veljast maður með jafn-alhliða þekk-
ingu á skólamálum og Aðalsteinn. Fjármálaeftirlit skóla
er erfitt og vandasamt verk. Þar hljóta oft að koma
fram andstæð sjónarmið og því líklegt, að starfið sé lítt
fallið til vinsælda, en svo giftusamlega hefur Aðalsteini