Menntamál - 01.12.1961, Síða 97
MENNTAMÁL
283
tekizt í þessu starfi, að hann hefur með velvilja, hygg-
indum og réttsýni áunnið sér almennt traust og virðingu.
Með fjármálaeftirliti Aðalsteins telja þeir, er bezt
þekkja til þessara mála, að stórfé sparist árlega vegna
betri nýtingar þess fjár, sem veitt er til skólamála.
Aðalsteinn hefur átt mikinn þátt í samningu margra
lagafrumvarpa og reglugerða, sem sett hafa verið síðari
ár og varða skóla og fræðslumál. Hann var í nefnd, sem
skipuð var 1953, er skyldi athuga og gera tillögur um nám,
námsbækur og námstíma í barna-, unglinga-, gagnfræða-
og menntaskólum. Einnig var hann í nefnd þeirri, er
samdi gildandi námsskrá fyrir skyldunámsskóla.
Á þeim árum, er Aðalsteinn var kennari í Reykjavík, lét
hann félagsmál stéttarinnar mjög til sín taka. Samband ísl.
barnakennara var þá nýstofnað, gerðist hann þar virkur
þátttakandi og í stjórn Sambandsins var hann kosinn
1931, en hvarf þaðan skömmu eftir að hann fluttist til
Reykjaness. Á þessum árum var Aðalsteinn einn skelegg-
asti baráttumaður í hagsmuna- og menningarmálum kenn-
ara. Ætíð hefur hann eftir föngum beitt áhrifum sínum
til hagsbóta þeim, er að kennslu- og skólamálum starfa.
Aðalsteinn er mikill starfsmaður og kappsfullur, að
hverju sem hann gengur. Vinnudagur hans hefur lengstum
verið langur bæði meðan hann var skólastjóri og einnig
nú hin síðari ár. Það er seinlegt verk að gera upp fjár-
reiður skóla landsins og oft er óskað eftir skýrslum og
áætlunum með litlum fyrirvara. Allt slíkt frá hendi Aðal-
steins er talið mjög vel unnið, glöggt og öruggt.
Af þessu lauslega yfirliti um störf Aðalsteins í þágu
skóla- og kennslumála sést, að störf hans eru óvenjumikil
og fjölþætt og skipa honum í fremstu röð íslenzkra skóla-
manna.
Aðalsteinn Eiríksson er gæddur fjölhæfum gáfum,
hreinskilinn og einarður við hvern sem er að eiga, vel
máli farinn og fylgir því fast eftir, er hann telur rétt