Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 99
MENNTAMÁL
285
GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON:
Sýning kennslutækja í Hagaskóla.
1 sambandi við uppeldismálaþing kennara á síðast-
liðnu vori var haldin sýning á kennslutækjum bæði fyrir
framhalds- og barnaskóla.
Það mun hafa verið fræðslumálastjóri og ýmsir aðrir
aðilar, sem fóru þess á leit við forstjóra fyrirtækisins
Georg Knickmann í Hamborg, að firmað efndi til sýning-
ar á kennslutækj um hér.
Firma þetta mun einna stærst sinnar tegundar í Þýzka-
landi og hefur jafnan sýningar í einhverjum stórborgum,
utan lands eða innan.
Hér sýndi Knickmann ýmislegt af því bezta, sem nú er
að sjá í þýzkum skólum. Skal hér drepið á nokkuð af því,
sem athygli mína vakti á sýningunni.
Sýnishorn voru af ýmsum gerðum af skólaborðum og
stólum, hefilbekkjum, vinnuborðum og snfíðaáhöldum.
Skoðuðu margir húsgagnaframleiðendur sýnishorn þessi
vandlega, og er ekki ósennilegt, að þau eigi eftir að hafa
nokkur áhrif á framleiðslu okkar. Margir undruðust, að
verkfæraskápur úr harðviði með verkfærum fyrir 4—6
nemendur kostaði aðeins um 500 mörk.
Kennslutækjasafn fyrir eðlisfræði var mjög fullkomið,
allt frá einföldustu tækjum byrjandans upp í flóknustu
vélar kjarnakljúfanna, bæði sýnitæki fyrir kennara og
æfingartæki fyrir nemendur. Var oft þröng mikil í eðlis-
fræðistofunni og skildu víst færri en vildu, bæði skýringar
þýzka sérfræðingsins, og hvað tækin áttu að sýna.
Kortagerð Þjóðverja hefur löngum verið fræg. Það kom