Menntamál - 01.12.1961, Síða 100
286
MENNTAMÁL
því ekki á óvart, að veggmyndir þeirra í dýrafræði, grasa-
fræði, líffærafræði o. fl. voru með afbrigðum góðar. Flest-
ar voru myndaseríurnar á svörtum grunni, límdar á lér-
eft og festar á sköft. Fór ekki fram hjá þeim, sem eitthvað
hafa fengizt við þessar greinar, að nú er lögð meiri áherzla
á almenna líffræði í þýzkum skólum, skilning á lífinu og
lífheiminum, en að kunna nöfn margra tegunda. (Á hinn
bóginn fer ekki hjá því, að nemendur læra nöfn tegunda,
þegar þeir vinna við þær).
Þá var einnig mikið úrval líkana af líffærum, flest úr
plasti, og fjöldi dýra og líffæra í spritti eða formalíni.
Sérstaka athygli vakti t. d. þróun einstakra líffæra meðal
dýraflokka eða fylkinga, t. d. samanburður á gerð hjart-
ans hjá flokkum hryggdýra og fósturþróun spendýra.
Ekki þykir mér ósennilegt, að nokkrir kennarar hafi
hér í fyrsta sinn séð æðakerfi mannshjarta og nýrna skorið
út og steypt í plasthlaup. Sum eða jafnvel flest þessara
sprit-„preparata“ voru hreinustu listaverk, enda mun
höfundur þeirra, Austurríkismaðurinn dr. Henkel, vera
víðfrægur fyrir tækni sýna á þessu sviði.
Þá vakti það mikla athygli, hvernig ljós- og skugga-
myndatæknin er nú notuð við kennslu. Á plasttjaldi af
sérstakri gerð (Combilux) má varpa skuggamyndum og
sjá þær frá báðum hliðum samtímis, jafnvel í fullu dags-
ljósi. Vélina má aðeins setja 1—2 m að baki tjaldinu. Tjald-
ið er í kassa, sem skýlir fyrir of miklu ljósi frá gluggum.
Allt getur þetta staðið við hlið kennarans, engin fyrirhöfn
við að setja tjald upp á vegg og vél aftur í bekk, draga
fyrir glugga o. s. frv. Kennarinn getur brugðið upp
mynd, sem fellur inn í efnið, og haldið svo áfram. Tafir
verða engar. — Smásjáin, sem orðin er fast kennslutæki
í flestum skólum Evrópu, kemur nú að meiri notum en áð-
ur var. Sérstakur lampi varpar ljósi upp í gegnum við-
fangsefnið, smásjáin er lögð niður svo að augnglerið snúi
að plastskerminum, og þar kemur þá fram skuggamynd,