Menntamál - 01.12.1961, Page 103
MENNTAMÁL
289
Úr skýrslu til fræðslumálastjóra um
landspróf miðskóla vorið 1961.
Landspróf miðskóla, sem haldið er samkvæmt reglu-
gerð um miðskólapróf í bóknámsdeild frá 14. apríl 1947,
fór fram vorið 1961 á tímabilinu 12.—31. maí eftir próf-
töflu, er send hafði verið hlutaðeigandi skólum snemma
í aprílmánuði.
Sömu menn áttu sæti og gegndu störfum í landspróf-
nefnd og árið áður. Ólafur Briem dvaldist erlendis þar til
seint í maímánuði. í stað hans samdi Bjarni Vilhjálmsson
verkefni í íslenzku með Gesti Magnússyni, en Gestur og
Ólafur dæmdu allar úrlausnir í íslenzku eins og áður.
Vélritun verkefna og annarra prófgagna annaðist frú
Jónína Elíasdóttir sem jafnan áður, en fræðslumálaskrif-
stofan sá um fjölritun þeirra og sendingu á prófstaði, og
hafði Þorgils Guðmundsson fulltrúi umsjón með því starfi
eins og að undanförnu.
Prófgæzlu á hverjum stað var hagað á sama veg og áð-
ur. Sérstakir trúnaðarmenn nefndarinnar utan Reykjavík-
ur voru hinir sömu og á sömu stöðum og árið áður. Próf
gagnfræðaskólans í Vonarstræti í Reykjavík fór nú fram
á þremur stöðum, í húsakynnum skólans, í Skátaheim-
ilinu við Snorrabraut og í Gagnfræðaskóla verknáms við
Brautarholt.
Nemendur séra Þorgríms Sigurðssonar á Staðarstað og
einn nemandi Unglingaskólans á Reykhólum tóku prófið í
Reykholti.
Nokkur brögð voru að veikindum í prófinu. Sjúkrapróf
fór fram dagana 8.—19. júní. Þar eð nokkur óvissa var
um samgöngur út á land vegna verkfallsins, er þá stóð
19