Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 105
MENNTAMÁL
291
Sums staðar utan Reykjavíkur tóku fleiri nemendur
þátt í prófinu en fram kemur í töflunni hér að framan.
Eins og mörg undanfarin ár sendu nokkrir skólar nefnd-
inni ekki úrlausnir þeirra nemenda, sem annaðhvort luku
aldrei prófinu eða náðu svo litlum árangri, að skólastjór-
ar hlutaðeigandi skóla og þeir, sem um úrlausnirnar fjöll-
uðu, voru á einu máli um, að endurmat gæti engu breytt
um réttindi nemendanna. Á Akranesi og í Neskaupstað
gengu t. d. um eða yfir 20 nemendur undir prófið. Gera má
ráð fyrir, að nokkrir tugir nemenda frá ýmsum skólum
út um land falli af þessum sökum niður af skýrslu þessari.
Munu nokkrir þeirra hafa lokið prófinu með lágri III.
einkunn, en þó flestir með enn lægri einkunn, en sumir
hætt í prófinu.
Endurmati nefndarinnar á úrlausnum frá skólum utan
Reykjavíkur var hagað á sama hátt og tvö undanfarin vor,
þannig að einkum voru endurmetnar úrlausnir þeirra nem-
enda, er hlotið höfðu að dómi skóla síns meðaleinkunn
landsprófsgreina á bilinu 5.50—6.50. Endurmetnar voru
að fullu úrlausnir 109 nemenda, en auk þess voru endur-
metnar úrlausnir nokkurra nemenda í einstökum greinum.
Endurmatið leiddi í ljós, að við meiri hluta skólanna var
annaðhvort ákjósanlegt eða viðunanlegt samræmi milli
einkunnagjafa skólanna annars vegar og nefndarinar hins
vegar, en við allmarga skóla þótti nefndinni mati skólanna
vera nokkuð ábótavant. Nefndin ákvað að neyta heimild-
ar í 16. gr. reglugerðar um miðskólapróf í bóknámsdeild
frá 14. apríl 1947 og breyta lágmarkseinkunn frá fjórum
skólum til inngöngu í menntaskóla og kennaraskóla. Var
mark þetta, sem er 6.00, þegar allt er með felldu, hækkað
frá tveimur skólum, en lækkað frá tveimur skólum. . . .
Einkunnaflokkunin í töflunni hér að framan er miðuð
við þær einkunnir, er nemendur hlutu að dómi skóla síns,
en ekki tekið tillit til þeirra breytinga, er urðu við endur-
mat nefndarinnar. Þó eru í síðasta dálki („Yfir efra