Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 107
MENNTAMAL
293
JÓN Á. GISSURARSON skólastjóri:
I
Kennsluskylda skólastjóra gagnfræðaskóla.
Skólastjórar gagnfræðaskóla á Islandi eru kennarar, sem
hafa minni kennsluskyldu en aðrir kennarar vegna skóla-
stjórnar. Kennsluskylda þeirra er mismunandi eftir nem-
endafjölda, minnkar með auknum nemendafjölda. Að sjálf-
sögðu er gjört ráð fyrir, að skólastjóri skili ekki minni
vinnu í kennslu og skólastjórn en aðrir kennarar. Þess má
og geta, að kennsluskylda íslenzkra skólastjóra er snöggt-
um hærri en skólastjóra í nágrannalöndum.
f reglugerð eru ákvæði um það, að kennarar geti feng-
ið lækkaða kennsluskyldu sína um 1/6 hluta við 55 ára
aldur og um annan 1/6 hluta við 60 ára aldur. Þar sem
kennsluskylda kennara á gagnfræðastigi er 30 stundir á
viku, þá nemur þessi afsláttur 5 stundum á viku við hvort
aldurstakmark. Heimild þessi er notuð.
S. 1. skólaáár átti ég sem kennari rétt á lækkun kennslu-
skyldu. í ágúst 1960 fór ég til fræðslumálastjóra og tjáði
honum, að ég teldi kennsluskyldu mína skólaárið 1960 til
1961 lækka úr 9 stundum á viku í 4 stundir.
Kom fram nokkur ágreiningur milli mín og fræðslu-
málastjóra um skilning á ákvæði reglugerðar. Var því mál-
inu skotið undir úrskurð menntamálaráðherra.
Á miðju sumri 1961 barst svo ráðherrabréf það, sem
hér fer á eftir:
„Ráðuneytið hefur ákveðið, að afsláttur af kennsluskyldu
skólastjóra vegna aldurs, skv. 17. gr. 1. nr. 34/1946, 38.
gr. 1. nr. 48/1946, 14. gr. 1. nr. 45/1955 og 13. gr. 1. nr.
49/1946, skuli vera 1/6 af starfsskyldu skólastjóra við