Menntamál - 01.12.1961, Page 110
296
MENNTAMÁL
mörgu tagi. Töluðu ræðumenn um norrænt landnám vest-
an hafs, um ameríska menningu, stjórnmál, þjóðfélags-
fræði, uppeldisfræði,_ bókmenntir, listir og margt annað.
Ýmist töluðu ræðumenn um áhrif og menningarstrauma,
er borizt höfðu vestan um haf og verkað á Norðurlönd
sem heild, eða þá að þeir ræddu um þessi áhrif frá sjón-
armiði hvers einstaks lands fyrir sig. Fyrirlestrar þessir
voru mjög góðir og tilvaldir til að auka og dýpka skilning
fundarmanna á gildi amerískra menningaráhrifa og hlut-
verki og stöðu amerískrar menningar í heimsmenningunni
yfirleitt. Ræðumenn af hálfu íslands voru þeir Jóhann
Hannesson skólameistari á Laugarvatni og dr. Finnbogi
Guðmundsson, Reykjavík.
I lok ráðstefnunnar var tekið boði norsku fulltrúanna,
en orð fyrir þeim hafði Sigmund Skard prófessor, um að
næsta ráðstefna N. A. A. S. yrði haldin í Oslo að þremur
árum liðnum.
Fundir ráðstefnunnar í Sigtuna voru haldnir í heima-
vistarmenntaskóla, er heitir Humanistiska lároverket, og
þar bjuggu þátttakendur einnig meðan ráðstefnan stóð.
Fór þar vel um menn og undu þeir sér milli fundarhalda
við að skoða Sigtuna, sem er fögur borg og auðug af forn-
minjum. Einnig var farið í kynnisferðir til frægra staða í
nágrenninu, m. a. Uppsala, Skovklosters, Fýrisvalla og
víðar. Glatt var á hjalla og undu menn sér vel eins og
venja er, þar sem Norðurlandabúar koma saman og deila
geði.
Bandaríska upplýsingaþjónustan í Reykjavík sýndi mik-
inn höfðingsskap með því að greiða ferðakostnað íslenzku
fulltrúanna, og gerði hún þeim auðveldara með að sækja
þessa merku og ánægjulegu ráðstefnu. Fulltrúar frá ís-
landi voru auk fyrr greindra ræðumanna þeir Þórir Kr.
Þórðarson prófessor, Eiríkur Hreinn Finnbogason kenn-
ari, Árni Gunnarsson stjórnarráðsfulltrúi, Þórður Ein-
arsson fulltrúi og greinarhöfundur.