Menntamál - 01.12.1961, Side 113
MENNTAMÁL
299
stjórnin bauð þar til góðrar veiðzlu. Var fjölmenni mikið.
Þar fluttu fulltrúar hvers lands kveðjur. Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri, mælti fyrir fslands hönd og flutti þing-
heimi boð menntamálaráðherra íslands um að heyja næsta
norræna kennaraþingið á fslandi, en það verður haldið
árið 1965. Var því boði vel fagnað.
Aðalfundur Kennarafélags miðvesturlands.
Aðalfundur Kennarafélags miðvesturlands var haklinn að Akranesi
dagana 7. og 8. októbcr s. 1. Fundurinn var vel sóttur.
Þessi erindi voru flutt á fundinum:
1. Vetrarstarfið, Þórleifur Bjarnason, námsstjóri.
2. Kennaraeklan og launamál kennara, Aðalsteinn Eiríksson, fjár-
málaeftrilitsmaður skóla.
3. Tómstundastörf unglinga og samstarf heimila og skóla, Jónas
B. Jónsson, fræðslustjóri. Þetta var opinbert erindi og urðu áheyrendur
margir.
4. Sænski kennarinn, fröken Gerda Brunskog, flutti tvö erindi
um byrjunarkennslu í móðurmáli og reikningi.
Miklar umræður urðu í sambandi við erindin, en þó sérstaklega
um kennaravöntunina og launamál kennara.
Bæjarstjórn Akraness bauð fundarmönnum og fleiri gestum til
kaffidrykkju í félagsheimili templara að kvöldi fyrri fundardagsins.
Seinni fundardaginn hlýddu fundarmenn messu í Akraneskirkju.
Sóknarpresturinn, séra Jón Guðjónsson, messaði.
Ákveðið var að halda næsta aðalfund í Stykkishólmi.
í stjórn félagsins voru kjörin:
Sigurður Helgason, skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, kennari, Guð-
rún Guðmundsdóttir, kennari. — Öll búsett í Stykkishólmi.