Menntamál - 01.12.1961, Page 114
300
MENNTAMÁL
SITT A F HVERJU
Námskeið fyrir enskukennara í framhaldsskólum.
Að tilhlutan fræðslumálastjórnar og The British Council
var haldið námskeið í aðferðum við enskukennslu fyrir
framhaldsskólakennara. Fyrri hluti námskeiðsins fór fram
í Aberdeen 28. ágúst til 9. september, en síðari hlutinn
í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti í Reykjavík 18.—
28. september.
Forstöðumaður námskeiðsins var Dr. W. R. Lee, kenn-
ari við Uppeldisfræðistofnun Lundúnaháskóla, en auk
hans kenndu á námskeiðinu Donald M. Brander, sendi-
kennari við Háskóla íslands, ungfrú Joan Hincks, kenn-
ari hjá The British Council, og Heimir Áskelsson, dósent,
sem jafnframt var fulltrúi fræðslumálastjóra til þess að
sjá um daglega framkvæmd námskeiðsins í Reykjavík.
Á námskeiðinu var lögð áherzla á nýjustu aðferðir við
enskukennslu, og var einn þáttur hennar sýnikennsla, þar
sem enska var m. a. kennd 11 ára börnum, sem ekkert
höfðu lært í málinu áður.
í sambandi við námskeiðið gekkst The British Council
fyrir bókasýningu, bæði í Aberdeen og Reykjavík. Voru
það mestmegnis kennslubækur í ensku fyrir útlendinga,
alls konar handbækur um enskukennslu, bækur um enska
málfræði, hljóðfræði o. fl.
Þátttakendur á fyrri hluta námskeiðsins í Aberdeen
voru samtals 15, en á síðari hluta þess í Reykjavík bætt-
ust 11 við auk nokkurra, sem fengu leyfi til að hlýða á
sýnikennslu á námskeiðinu.
Menntamálaráðuneytið og The British Council veittu
þátttakendum, sem fóru til Aberdeen, nokkurn fjárstyrk.