Menntamál - 01.12.1961, Síða 115
MENNTAMÁL
301
FUNDIR OG ÁLYKTANIR
12. uppeldismálaþing
Sambands íslenzkra barnakennara og Landssambands
framhaldsskólakennara var haldið 3. og 4. júní s. 1. í Haga-
skólanum í Reykjavík.
Skúli Þorsteinssn formaður S. I. B. setti þingið með
ræðu og bauð velkomna gesti og fundarmenn.
Forsetar þingsins voru kjörnir Árni Þórðarson skóla-
stjóri, Reykjavík, Hlöðver Sigurðsson skólastjóri, Siglu-
firði, og Steingrímur Benediktsson kennari, Vestmanna-
eyjum.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flutti ávarp og
óskaði kennarastéttinni gæfu og gengis.
Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavíkur, flutti er-
indi og ræddi um kennaraskortinn og launakjör og starfs-
skilyrði kennarastéttarinnar.
Helgi Elíasson fræðslumálastjóri kynnti glæsilega sýn-
ingu þýzkra kennslutækja og skólahúsgagna, sem fyrir-
tækið Knickmann í Hamborg hafði sett upp í skólanum.
Höfuðmál þingsins voru: I. Launamál kennara, fram-
sögumaður Friðbjörn Benónísson. II. Kennsla og skólavist
tornæmra barna og unglinga, framsögumaður Jónas Páls-
son sálfræðingur.
Helztu ályktanir og tillögur, sem samþykktar voru á
þinginu, eru þessar:
I.
Uppeldismálaþing, haldið í Reykjavík 3. og 4. júní 1961
á vegum Sambands íslenzkra barnakennara og Landssam-
bands framhaldsskólakennara, telur, að höfuðvandamál ís-