Menntamál - 01.12.1961, Page 117
MENNTAMÁL
303
1. Aðsókn að kennaranámi er orðin mjög lítil.
2. Réttindalausir menn eru ráðnir og jafnvel skipaðir
í kennarastöður.
3. Borið hefur á viðleitni löggjafans til að slaka á
kröfum um kennararéttindi.
Skýrslur fræðslumálastjórnarinnar bera með sér, að
kennaraskortur er mjög mikill. Því sem næst 10% fastra
kennara á barnafræðslustigi eru án réttinda og 71% í
farskólum. Á gagnfræðastigi eru rúmlega 22% án rétt-
inda, og samt teljast þar allir hafa full réttindi, sem sam-
kvæmt lögum hafa leyfi til að kenna á unglingastigi.
Enn þá alvarlegra er þó hitt, að kennaraskorturinn fer
hraðvaxandi. Síðast liðin sex ár hefur kennurum við fasta
skóla á barnafræðslustigi fjölgað um 216 alls. Þar af er
fjölgun réttindalausra 60 alls eða 28%%- Á sama tíma
er heildarfjölgun kennara á gagnfræðastigi 146 manns.
Af þeim eru án réttinda 47 eða rúmlega 32 %, og í far-
skólum hækkar hundraðstala réttindalausra á þessu tíma-
bili úr 53 í 71.
Afleiðingar þessa alls eru orðnar mjög ljósar. Sé litið
á heildina, er ekki unnt að halda uppi óskertri, almennri
fræðslu í landinu, þó er hér, eins og alls staðar, mjög mikil
þörf fyrir aukna og bætta atvinnumenntun, svo að dæmi
sé nefnt. Fjölmenntuð og dugmikil kennarastétt hættir
að vera til, séu kjörin auðmýkjandi og hrakleg til lengdar.
Þess vegna varar uppeldismálaþingið við afleiðingum
þess, að ekkert sé gert til að bæta launa- og starfskjör
kennara. Það telur algerlega óviðunandi og mótmælir
harðlega, að reynt sé að leysa vandann með því að ráða
til starfa réttindalausa menn, enda þarf þegar mikið átak
til að vinna bug á þeirri öfugþróun, sem ríkt hefur að
þessu leyti um skeið. Skjótra aðgerða er þörf.
Þingið ítrekar stuðning kennarastéttarinnar við launa-
og kjarakröfur þær, sem samþykktar hafa verið á síðustu
þingum S. í. B. og L. S. F. K.