Menntamál - 01.12.1961, Side 118
304
MENNTAMÁL
Enn fremur tekur þingið eindregið undir þær launa- og
kjarakröfur, sem stjórn B. S. R. B. setti fram í þréfi til
ríkisstjórnarinnar 15. febr. s. 1.
Jafnframt fól þingið stjórnum beggja sambandanna að
vinna sameiginlega að ýmsum leiðréttingum og samræm-
ingum á launakjörum kennara. Að lokum segir í álykt-
uninni:
Fáist engar viðunandi úrbætur á launakjörum kennara
fyrir næsta skólaár, felur þingið stjórnum sambandanna
að kanna til hvaða ráða skuli gripið.
II.
Tólfta uppeldismálaþing Sambands íslenzkra barna-
kennara og Landssambands framhaldsskólakennara telur
allmikið skorta á, að aðbúð tornæmra barna og unglinga
í skólum landsins sé með þeim hætti, sem æskilegt er, og
bendir á nauðsyn þess, að skólunum séu sköpuð þau skil-
yrði, að hver einstaklingur fá sem bezt notið sín og þrosk-
að þá hæfileika, sem hann býr yfir.
Þingið fagnar því, að í Reykjavík hefur verið sett á
stofn Sálfræðideild skóla og geðverndardeild við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. Þingið treystir því, að. nægir
starfskraftar verði fengnir til að sinna því mikilvæga
hlutverki, er þessum stofnunum er ætlað að rækja í þágu
skólastarfsins.
Jafnframt lýsir þingið stuðningi sínum við þá ákvörð-
un Barnaverndarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurbæj-
ar að reisa lækningaheimili fyrir taugaveikluð börn.
Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim undirbúningi að
hagnýtingu skólaþroskaprófa, sem fram hefur farið að
tilhlutan Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og þakkar for-
vígismönnunum ötult starf. Jafnframt væntir þingið þess,
að skólaþroskaprófin verði hið fyrsta tekin í notkun, þar
sem ástæður leyfa.
Þingið telur, að með öllu þessu sé lagður grundvöllur