Menntamál - 01.12.1961, Page 119
MENNTAMÁL
305
að framhaldandi þróun þessara mála og skorar á fræðslu-
málastjórnina að vinna að því, að hliðstæð þjónusta verði
tekin upp utan Reykjavíkur.
Þingið fagnar því, að hafinn er undirbúningur að stofn-
un skóla í Reykjavík fyrir börn, sem að dómi sérfróðra
manna skortir hæfileika til að stunda nám í almennum
skóla, eins og gert er ráð fyrir í lögum um fræðslu barna
og lögum um gagnfræðanám.
Jafnframt bendir þingið á nauðsyn þess, að nú þegar
fari fram gagngerð athugun á því, á hvern hátt væri bezt
séð fyrir uppeldi og fræðslu barna og unglinga, sem að
dómi hlutaðeigandi kennara og skólastjóra spilla góðri
reglu í skólanum og eru miður heppilegt fordæmi öðrum
börnum.
Þingið telur einnig tímabært, að athugaðir verði mögu-
leikar á stofnun síðdegis- eða kvöldskóla, þar sem hinum
tornæmu unglingum yrði að loknu skyldunámi gefinn
kostur á frekari fræðslu samhliða atvinnu.
Þá felur þingið stjórnum S. í. B. og L. S. F. K. að
vinna að því við hlptaðeigandi yfirvöld, að eftirfarandi
úrbætur verði gerðar varðandi kennslu og skólavist tor-
næmra barna og unglinga:
1. f bekkjum fyrir tornæm börn við barna- og unglinga-
skóla verði ekki fleiri nemendur en 12—15.
2. Samin verði sérstök námsáætlun fyrir tornæmu
börnin og daglegur kennslutími þeirra lengdur.
3. Ráðnir verði valdir kennarar til þess að annast
kennsluna og verði kennsluskylda þeirra 4/5 hlutar
af kennsluskyldu kennara viðkomandi skólastigs.
Yfirvöld fræðslumála sjái þessum kennurum fyrir
möguleikum á sérmenntun í kennslu og uppeldi tor-
næmra barna og unglinga.
4. Menntamálaráðherra skipi eftir tilnefningu S. f. B.
og L. S. F. K. 5 manna nefnd sérfróðra manna til
20