Menntamál - 01.12.1961, Page 120
306
MENNTAMÁL
þess að útvega og láta gera sérhæfð kennslugögn
fyrir tornæmu börnin.
Þingið leggur áherzlu á, að reynt verði að koma þessum
tillögum í.framkvæmd, svo víða sem unnt er, í byrjun
næsta skólaárs.
Eftirfarandi samþykktir voru enn fremur gerðar á
þinginu:
1. Uppeldismálaþing, haldið í Reykjavík dagana 3. og
4. júní 1961 skorar á stjórn B. S. R. B. að láta þegar
í sumar semja frumvarp til laga um samningsrétt
opinberra starfsmanna og vinna að því að fá það
flutt á næsta reglulega Alþingi.
2. Uppeldismálaþing S. í. B. og L. S. F. K. ítrekar fyrri
kröfur samtakanna um stúdentsréttindi kennara og
þar með réttindi til háskólanáms. — Ennfremur
skorar þingið á nefnd þá, sem nú undirbýr laga-
frumvarp um menntun kennara að hraða störfum
eftir megni.
3. Uppeldismálaþingið skorar á íslenzk stjórnarvöld að
vinna nú þegar að því, að Island verði aðili að
Menningar- og vísindastofnun sameinuðu þjóðanna,
UNESCO.
4. Þingið skorar á menntamálaráðherra að beita sér
fyrir afnámi tolla af innfluttum kennslutækjum.
Þingið sóttu töluvert á 3. hundrað kennara auk margra
boðsgesta, og er það fjölmennasta uppeldismálaþing, sem
hér hefur verið haldið. Öll störf þingsins gengu greið-
lega, og einhugur og samstaða ríkti um afgreiðslu mála.
Borgarstjóri Reykjavíkur bauð þingheimi til kaffi-
drykk.ju í Sjálfstæðishúsinu fyrri þingdaginn.