Menntamál - 01.12.1961, Síða 121
MENNTAMAL
307
Ályktun um íslenzkukennslu í skólum
gagnf ræðastigsins.
Að frumkvæði fræðslumálastjóra voru nokkrir íslenzku-
kennarar í Reykjavík kvaddir á fund í skrifstofu hans í
Arnarhvoli til ráðuneytis um móðurmálskennslu í skól-
um gagnfræðastigsins, einkum til athugunar á því, hvort
þörf væri breytinga á kennslu- og námsbókum.
Þessir menn voru kvaddir á fundinn:
Bjarni Vilhjálmsson, formaður landsprófsnefndar, Ei-
ríkur Hreinn Finnbogason, kennari við Gagnfræðaskólann
við Hagatorg, Gestur Magnússoyi, kennari við Gagnfræða-
skóla verknáms, Halldór Halldórsson, prófessor, Halldór
J. Jónsson, kennari við Gagnfræðaskólann við Lindargötu,
Óskar Hálldórsson, kennari við Kennaraskóla íslands,
Sveinbjörn Sigurjónsson, skólastjóri við Gagnfræðaskóla
Austurbæjar.
Á fyrsta fundi (28. febrúar 1961) setti Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri, fundinn og fól síðan Runólfi Þórarins-
syni, fulltrúa, að stjórna þessum viðræðufundum.
Alls voru haldnir fjórir fundir dagana 28. febrúar, 7.,
15. og 28. marz, og voru eftirfarandi samþykktir gerðar:
Inngangur.
Fundurinn ályktar:
Aðalmarkmið íslenzkukennslu í gagnfræðastigsskólum
er að gera nemendur sem hæfasta til að beita móðurmálinu,
jafnt í ræðu sem riti, auðga orðaforða þeirra, skerpa skiln-
ing þeirra á réttri og rangri meðferð tungunnar, kynna
þeim íslenzkar úrvalsbókmenntir að fornu og nýju og
glæða bókmenntasmekk þeirra. Kennslunni ber að haga í