Menntamál - 01.12.1961, Síða 123
MENNTAMÁL
309
einkum í betri bóknámsdeildum, þannig að nemendur
geti gert sér glögga grein fyrir mynduarstað og myndunar-
hætti hljóða. Jafnframt telur fundurinn rétt að takmarka
kennslu í sögulegri hljóðfræði við þau atriði, er nemend-
ur hafa bein not af við stafsetningarnám (hljóðskipti,
i- og u- hljóðvörp, klofningu og samlögun).
5) Þá leggur fundurinn til, að aukinn verði bókmennta-
lestur á gagnfræðastigi og aðaláherzla þá lög á meginefni
og heildarhugsun þess, sem lesið er. Þó ber jafnframt að
halda áfram að lesa, eins og hingað til hefur verið gert,
sérstaka kafla í bundnu máli og óbundnu, þar sem meiri
kröfur eru gerðar til, að nemendur geti skýrt merkingar
einstakra orða og orðasambanda.
6) Fundurinn leggur til, að prófkröfur í íslenzku til
gagnfræðaprófs, a) úr bóknámsdeildum, b) úr verknáms-
deildum, verði staðlaðar hið allra fyrsta. Ekki telur fund-
urinn þó ástæðu til, að sama próf sé lagt fyrir um land
allt nema í stafsetningu, ritgerð og helztu greinarmerkj-
um, en þær einkunnir verði síðan færðar sundurliðaðar
á prófskírteini. Jafnframt þessu leggur fundurinn til, að
stofnuð verði framhaldsdelid við hæfi þeirra nemenda, sem
ekki hafa getu né vilja til að fullnægja þeim kröfum, sem
gera verður við gagnfræðapróf (sbr. tillögur skólanefnd-
ar 1958, bls. 3—4, 6.—8. liður, og bls. 7—10, Ad. 6—8).
7) Fundurinn leggur til, að Menntamálaráðuneyti skipi
nefnd kunnáttumanna til þess að gera athugun á því, hvort
ástæða sé til að breyta þeirri stafsetningu, sem nú er kennd
í skólum, svo og greinarmerkjasetningu.
8) Fundurinn áréttir mikilvægi stílagerðar við móður-
málsnám. Ættu ritgerðir aldrei að vera sjaldnar en einu
sinni í mánuði í skólum gagnfræðastigs og auk þess end-
ursagnir öðru hverju, að minnsta kosti í 1. og 2. bekk, því
að þær eru handhægar til þess að æfa frásagnarhæfni
nemenda.
Að því er málfar ritgerða varðar, ætti ekki aðeins að