Menntamál - 01.12.1966, Side 12
218
MENNTAMÁL
þess að geta risið undir því hlutverki. Fræðsla um náms-
og starfsval er einungis einn a£ mörgum hlekkjum í þeirri
keðju.
Breytingar á skólahaldi sýnast mér helzt þurfa að miða
að stórauknu könnunarstarfi. Þar á ég við alhliða könnun
á nemandanum, greindarfari hans, bæði almennum gáfum
og sérhæfileikum, skapgerð, áhugamálum, félagsþroska,
þjálfunarstigi og þeirn þjóðfélagslega jarðvegi, sem hann er
vaxinn úr. Það er grundvallar-atriði, að skólastarfinu sé
þannig háttað, að allir eiginleikar og sérkenni nemandans
komi skýrt í ljós. Sé svo ekki, skortir kennarann aðstöðu
til að meta nemandann og verður þá heldur ekki þess um-
kominn að leiðbeina honum réttilega. Allir kennarar vita,
að því fer víðs fjarri, að þessum skilyrðum sé fullnægt í því
skólastarfi, sem nú tíðkast. Enda þótt athafnasvið skólans
hafi aukizt til muna frá því sem var, er það ennþá allt of
fáskrúðugt.
Til hagræðis í eftirfarandi yiirliti má skipta öllu skóla-
starfi í tvo flokka: skyldunám og frjálst nám. Þessi skipting
er þó einungis til bráðabirgða og alls ekki bindandi. Með
skyldunámi á ég við það lágmarksmagn fræðslu í tilteknum
greinum, sem öllum nemendum er sameiginlegt. Engum
dettur í hug að draga úr slíku námi, fremur þarf að auka
það, þar sem sýnilegt er, að þörf manna fyrir almenna
menntun fer sífellt vaxandi. Ávallt fer allmikill hluti af
skólastarfinu í þessa kennslu. Að sjálfsögðu ber skólanum
að gæta þess vandlega að hreinsa jafnóðum burt allt dautt
námsefni og ástunda þægilega og tímaspara kennslu með
góðri skipulagningu náms, notkun viðeigandi kennslutækja
og kennsluaðferða. En takmörk eru þó fyrir því, hversu
mikinn tíma er hægt að spara, þó að beitt sé fyllstu hag-
ræðingu. Hið almenna sameiginlega nám gefur kennaran-
um nokkurt færi á að meta nemandann, einkum almenna
greind hans, ástundun og vinnulag. En ekki er það nóg.
Þar þarf hið frjálsa nám að fylla í eyðurnar. Hér ræðir um