Menntamál - 01.12.1966, Síða 29
MENNTAMÁL
2‘55
4. Skrifaðu eðlilegt mál, þ. e. eins og þér er tamt að tala,
svo framarlega sem það er rétt mál. Forðastu langsótt
orð og stælingu á stíl annarra nema til gamans.
5. Notaðu nákværn orð.
6. Taktu ekki nærri þér, þótt þér mistakist a'J skrifa vel
nm óskemmtilegt efni. Lífið krefst þess oft, að menn
geri sitt af hverju, sem þeim er ekki að skapi, og er
þó jafnan skylt að gera sitt bezta. Nú hrekkur það ekki
til, og skyldi þá enginn æðrast.
7. Lestu upphátt það, sem þú hefur skrifað eins oft og
þú getur, eða reyndu að heyra það innra með sjálf-
um þér.
Reglur sem þessar ætti kennarinn að láta nemendur skrifa
fremst í ritgerðabækur sínar sem nokkurs konar allsherjar-
reglur og hvetja þá til ]jcss að fylgja þeim eftir föngum í
ritsmíðum sínum, hvert senr viðfangsefnið kann að vera.
Unglingar sem liefja gagnfræðanám eru á viðkvæmu ald-
ursskeiði. Þeir eru ennþá börn að andlegum þroska, en
vilja þó láta senr nrimrst lrera á bernsku sinni. Á þessu
umskiptatímabili er því nrikil hætta á því, að þeir leggi
ekki þá rækt við þroskun ímyndunaraflsins sem skyldi,
finnist það barnalegt. Skólanum ber að stefna gegn þessu
nreð því að leggja verkefni fyrir nemendurna, sem lröfða
ekki síður til ímyndunarafls en aga í hugsun. F.g hef lrugs-
að mér, að lrér kænri sanrning svonefndra efnisgreina í
góðar þarfir, bæði sem eins konar tengiliður milli ritþjálf-
unar barnaskóla- og gagnfræðastigs og senr áframhaldandi
æfingaform fyrir þá, senr illa gengur að senrja eiginlegar rit-
gerðir.
Með orðinu efnisgrein er hér átt við að jafnaði röð máls-
greina, senr fjalla um sömu hugsun, sanra efni. Efnisgrein
er því hugsunarleg heild og afmarkast oftast af greinaskil-
unr í lengra máli. Þótt efnisgrein sé oftast röð nokkurra
nrálsgreina, getur hún þó verið ein málsgrein eða tvær.