Menntamál - 01.12.1966, Qupperneq 36
242
MENNTAMÁL
í neðstu bekkjum barnaskóla til upphafs gagnfræðastigs. í
þeirri ritþjálfun er og falið margt það, sem að góðu gagni
kemur við almenna ritgerðasmíð og mun ég ekki telja það
aftur upp hér. Hér á eftir verður fjallað um nokkur þau
atriði, sem eingöngu snerta eiginlega ritgerðasmíð.
Uppliafið er, að nemandanum er sett fyrir ákveðið rit-
gerðarefni eða hann velur það sjálfur. Ef um sjálfvalið efni
er að ræða, ætti það helzt að hafa persónulegt áhugagildi
fyrir nemandann. Ylirleitt ætti nemandi að reyna að finna
ákveðið atvik úr eigin lífi sem hann gæti notað sem per-
sónulegan kjarna, hvert sem ritgerðarefnið annars kann að
vera.
hegar ritgerðarefnið er fengið, liggur næst fyrir að nem-
andinn átti sig á því, hvernig efninu verði bezt skipað nið-
ur í meginatriðum. Auðvitað er engar allsherjarreglur hægt
að gefa um niðurröðun ritgerðarefnis. Niðurröðunin, beina-
grind ritgerðarinnar, er að sumu leyti háð þeiin aðferðum,
sem nemandinn hefur tamið sér við samningu, að sumu
leyti eðli viðfangsefnisins. Þannig er bersýnilega ekki hægt
að semja ritgerð, sem er fyrst og fremst frásögn, á sama hátt
og ritgerð, sem er einkum lýsing. Það verður að taka tillit
til eðlis viðfangsefnisins, ritgerðartegundarinnar, en jafn-
framt að minnast þeirrar höfuðreglu, að ritgerð eins og önn-
ur samin verk, verður að hafa aðskil janlegt upphaf, megin-
mál og niðurlag.
Ég mun nú í fáeinum orðum ræða um þær tegundir rit-
gerða, sem ætla má að séu við hæfi skólanemenda. Tel ég
að eftirfarandi fjórar tegundir komi þar einkum til greina:
frásögn, lýsing, greinargerö og huglciðing.
Ritgerð má kalla frásögn, þegar hún segir sögu og það
jafnvel Jjótt hún sé að drjúgum hluta lýsing, svo framarlega
sem sagan skipar þar öndvegi. 1 rauninni er naumast hægt
að tala um „hreina“ ómengaða frásögn; nær ávallt liggja
fleiri ástæður til frásagnar en það eitt að segja sögu. Lýsing
atburðarásar í réttri tímaröð er megineinkenni frásagnar.