Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
249
gæta, að niðurlagið myndi ekki o£ hrópandi andstæðu við
meginmálið; það verkar þá ósannfærandi, jafnvel væmið.
Um meginmál greinargerðar er það eitt að segja, að þar
skiptir auðvitað öllu máli að rétt sé farið með staðreyndir
og skýrt frá þeim greint. Verða kennarar að gera skýrar
ki'öfur til nemenda í því efni og gagnrýna misfellur strang-
lega og hiklaust. Annað meginverkefni skólastarfs, auk þjálf-
unar sköpunargáfu, er að kenna nemendum að virða stað-
reyndir. Því aðeins lærist þeim slíkt, að ríkt sé eftir þvi
gengið.
Greinargerðir krefjast oft mikils tírna af nemendum, enda
henta þær betur sem heimaritgerðir en tímastílar. Skyldi
kennarinn leiðbeina nemendum um notkun heimilda og
benda þeim á bækur, sem líklegar séu að veita haldgóðar
upplýsingar um efnið. Þannig getur samning greinargerða
orðið mikilvæg lexía um vísindaleg vinnubrögð.
Hugleiðingar nefni ég hér þær ritgerðir einu nafni, sem
leitast ekki einungis við að segja frá, lýsa eða fræða, heldur
einnig að sannfæra, útskýra og hræra til samkenndar. Deila
má um, hvort heppilegt sé að nefna slíkar ritgerðir hug-
leiðingar; má vera að sumum finnist Jxið orð aðeins geta
átt við gaumgæfilega íhugun, jafnvel heimspekilega ígrund-
un. Ég vil þess vegna taka fram, að ég nota hér orðið hug-
leiðing tæpast í Jreirri merkingu, enda er unglingum vart
ætlandi að semja ritgerðir í heimspekilegum anda. Ég tel
þó, að orðið megi vel hafa um þær ritgerðir, sem greina
frá skoðun höfundar, rökum og tilraunum til að hafa áhrif
ú lesandann, þar sem slíkar ritgerðir krefjast meiri hugs-
unar en þær tegundir, sem áður hafa verið nefndar, Jr e.
frásögn, lýsing og greinargerð.
Hugleiðingar-ritgerðir eru flóknasta ritgerðarform, sem
gagnfræðanemendum er gert að glíma við. Mál þeirra ein-
kennir tíðum tilfinningahiti eins og vænta má, þá er skap-
ríkir unglingar setja fram skoðanir sínar. Verkefni á borð
við „Æskan nú á dögum", „Á leikfimi að vera prófgrein?"