Menntamál


Menntamál - 01.12.1966, Page 44

Menntamál - 01.12.1966, Page 44
250 MENNTAMAL eða „Stjórnmálafélög æskufólks“ valda óhjákvæmilega geð- sveiflum hjá mörgum nemanda. Honum verður í mun að koma fram skoðunum sínum; hann grípur til geðlægra orða; hann tekur upp í sig, fullyrðir drjúgum. Byrjendum er því að gagni að geta stuðzt við eitthvert það form eða snið, er veiti þeim nægilegt aðhald, krefst aga. Þess ber þó gæta, að slíkt form er aðeins til stuðnings, eins konar stafur eða hækja, sem gagnleg er gönguóvönum, en gönguvanir þarfnast síður eða ekki. Það form hugleiðingar, sem ég tel æskilegt að fylgt sé eftir föngum í gagnfræðaskólum, má greina í fimm aðskilj- anlega þætti. Er þá fyrst að nefna inngang. Hann skyldi vera stuttur og gagnorður og gefa til kynna efni ritgerðar- innar. Oft má koma með tilvitnun, spurningu eða jafnvel upphrópun til þess að vekja þegar áhuga lesandans. Hugs- um okkur, að ritgerðarefni sé Gönguferðir. Inngang þeirr- ar ritgerðar mætti hefja með spurningu: Hvers vegna iðka menn gönguferðir? ívitnun mætti þá fylgja: „Gefið mér heiðbláan himin yfir höfuð og græna jörð undir fætur, bugðóttan veg og þriggja tíma göngu fyrir mat — og þá get ég farið að hugsa!“ — er haft eftir skáldi. Þá gæti komið athugasemd: Ekki fara þó allir í gönguferðir til þess að geta betur liugsað á eftir. Má þá spyrja: Hvaða ástæður aðrar er að finna? Inngangur sem þessi hefur tvenns konar tilgang: Hann kynnir efnið og vekur áhuga lesandans á framhaldinu. Spurningar eru vel l'allnar til hins síðarnefnda, og er því oft hentugt að Ijúka inngangi hugleiðingar með spurn- ingu. Annan hluta hugleiðingar mætti nefna hið fyrra viðhorf. Hér setur ritgerðarhiifundur fram skýrum orðum sérstakt viðhorf til viðfangsefnisins. Annar hluti ritgerðarinnar um Gönguferðir gæti t. d. hafizt á því að ræða nánar jrað við- horf, sem fram kom í tilvitnun í orð skálds í inngangi, að gönguferðir séu einkum gagnlegar til að örva hugann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.