Menntamál - 01.12.1966, Síða 59
MENNTAMÁL
265
formi, að nemendurnir ganga í óaðgreinda bekki meira en
helming kennslutímans. Það er einnig mögulegt, að nem-
andinn komi í bekki á mismunandi námsstigi í hinum þrí-
skiptu námsgreinum: norsku, ensku, stærðfræði og þýzku.
A þennan hátt geta þær óheppilegu afleiðingar, sem í ljós
hafa komið við deildaskiptingu og fasta bekki, sem raðað
er í eftir greind, mildazt nokkuð. En þetta er háð því skil-
yrði, að tilhögunin sé raunverulega sú, sem nefnd var. Það
hefur verið sýnt fram á tilhneigingu til þess að haga mál-
um á aðra lund, m. a. af því að það er léttara fyrir skóla-
yfirvöldin í sambandi við stundaskrárgerð. í bekkina í 14
og 15 ára aldursflokkunum er þá raðað til alls skólatímans
með hliðsjón af kjöri námsskrár — og þar með höfum við
fengið bekki, sem í raun og veru eru sams konar og bekkir,
sem raðað er í eftir greindarfari; og afleiðingarnar munu
verða þær sömu. Jafnvel í bekkjum, þar sem aðgreining er
ekki lungann úr kennslutímanum, geta binar neikvæðu af-
leiðingar skipulagslegu námsaðgreiningarinnar komið fram,
a. m. k. að vissu marki, af því að það eru námsgreinarnar,
sem kenndar eru eftir hinni þrískiptu námsskrá, sem mest
áherzla er lögð á. Sú skoðun verður senr sé fljótt ráðandi,
að mjög sé mikilvægt að komast í bekkina með þyngstu
námsskrárnar. En þetta er flókið mál, og hér er þörf um-
fangsmikillar rannsóknar.
Hugmyndin um að gefa hverjum nemanda kost á að
velja um 3 mismunandi námskrár í einstökum námsgrein-
um er góð. En hvers vegna þarf það endilega að leiða til
kennslu í sérstökum bekkjum samkvæmt hverri námsskrá?
Gætu ekki nemendurnir setið hlið við hlið í sömu kennslu-
stofunni og unnið liver eftir sinni námsskrá? Þá væri léttara
að skipta um námsskrá og erfitt væri að „stimpla" þá, sem
fylgdu auðveldari námsskrá í styrri eða lengri tíma. Nárns-
skrárnar gætu verið liður í umfangsmikilli uppeldislegri
námsaðgreiningu.
Sérhver skipulagsleg námsaðgreining felur í sér ákveðna