Menntamál - 01.06.1970, Page 7
nemendum eftir um árabil. i öðru lagi skal veita kenn-
aranemum sérhæfingu, fyllri menntun á afmörkuðum
sviðum uppeldis- (pædagogisk speciale) og náms-
greina (liniefag), svo að þeir verði hæfir til að kenna
sérstökum flokkum nemenda eða sérstakar námsgrein-
ar í efstu bekkjum skyldunámsins og í gagnfræðaskól-
um.
Nánar tiltekið skiptist námsefnið á eftirtalin þrjú svið:
1) Kjarni. Til hans teljast:
Uppeldisfræði, sálarfræði, kennslufræði, æfinga-
kennsla, danska, kristinfræði, félagsfræði og þrjár
af eftirfarandi greinum: mótun, söngur/tónlist,
íþróttir, handavinna.
2) Kjörsvið. Skylt er að nema tvær kjörgreinar (af
allt að nítján, sem kjörsviðið telur), en heimilt er
að taka þrjár. Er hér bæði um bóklegar og verk-
legar greinar að ræða. Ekki er ætlazt til, að sami
skólinn geti veitt kennslu í öllum kjörgreinum.
3) Uppeldislegt sérsvið. Eftir vali fá kennaraefnin
sérþjálfun i einu af eftirtöldum efnum:
a) kennslu í yngri bekkjum skyldunámsstigs,
b) kennslu í eldri bekkjum þess, svo og æsku-
lýðs- og tómstundafræðslu,
c) kennslu afbrigðilegra barna.
Við þetta bætast svo afmörkuð námskeið í raddþjálf-
un og framsetningu, námsvinnubrögðum, fjölskyldufræði,
heilsufræði, umferðarfræðslu, leiðbeiningum um náms-
og starfsval o. fl.
Ofangreint námsefni skiptist á 7—8 kennslumisseri
(semester). Sameiginlegu námsefni skal í meginatriðum
lokið á fyrstu 4 semestrum, en uppeldisgreinar og kjör-
greinar dreifast á 3.—7. semester.t)
Til verklegrar þjálfunar (æfingakennslu) eru ætlaðar 12
heilar vikur, að viðbættum 4 ársvikustundum, en það
mun svara til um það bil 7 vikna. Nemur því æfinga-
kennslan alls um það bil 19 vikum.
Gert er ráð fyrir 43 kennsluvikum á ári hverju.
Framhaldsnám eftir kennarapróf geta kennarar stund-
að i Danmarks Lærerhöjskole.
Kennaramenntun í Svíþjóð
Af greiningu skyldunámsins, 9 ára enhetsskolan I
þrjú stig, leiðir, að fyrirkomulag kennaramenntunar I
Svíþjóð er allmiklu flóknara en hjá Dönum. Núgildandi
lög voru sett árið 1968, til þess að svara þeim nýju
kröfum, sem stofnun enhetsskolans hafði f för með sér.
Skv. þeim er gert ráð fyrir, að folkskoleseminarier, er
annazt hafa menntun barnakennara, leggi smám saman
app laupana og við hlutverki þeirra taki kennaraháskól-
ar (lararhögskolar) og háskólar (universiteter).
Inntökuskilyrði. Almennt er krafizt stúdentsprófs til
inntöku í, kennaraskóla. Þó er sú undantekning á, að
þeim sem hyggjast kenna við yngri deildir barnastigs-
ins (lágstadiet, 7—9 ára börn) nægir að hafa lokið prófi
úr félags- og sálfræðideild fackskola eftir tveggja ára
nám. Geta þeir þvi hafið kennaranám einu ári fyrr en
stúdentar — eða við 18 ára aldur.
Námstimi. Fyrir kennara við yngri deild barnastigsins
er námstiminn 21/2 ár, við eldri deild (mellanstadiet, 10
—12 ára börn) 3 ár og við unglingadeild (högstadiet,
13—15 ára) 4 ár.
Námsefni og skipulag. Gagnstætt því sem tíðkast með
Dönum er hvorttveggja nokkuð breytilegt eftir stigum
skyldunámsins. Þó er þess krafizt af öllum kennurum —
auk staðgóðrar almennrar menntunar og fagþekkingar
— að þeir hljóti þjálfun í að rækta með hverjum nem-
anda sjálfstæði, ábyrgð og samstarfsvilja og í að beita
einstaklingsbundnum leiðbeiningum i sundurleitum
bekkjum. Fyrir þvi er lögð rik áherzla á sálfræði-, upp-
eldis- og kennslufræðilega menntun þeirra. Að öðru
leyti greinist kennaranámið eftir stigum sem hér segir:
a) Lágstadiet. Námsefnið skiptist milli kjarna og
kjörsviðs. í kjarna eru þessar greinar: sænska, enska,
stærðfræði, trúfræði (religionskunskap), átthagafræði,
mótun (bild- och formarbete), tónlist og leikfimi. Þess-
ar greinar eru stundaðar á fyrri hluta námstímans.1) Á
síðari hlutanum er hverju kennaraefni skylt að velja
tvær kjörgreinar, bóklega og verklega. í þessum kjör-
greinum fá kennaranemarnir svo trausta fagþekkingu,
að þeim er heimilt að kenna hlutaðeigandi greinar á
mellanstadiet.
Fagnámið tekur um það bil 4/10 námstímans, upp-
eldisgreinar um 2/10, en afgangurinn er notaður til
verklegrar þjálfunar. Meira er lagt upp úr æfinga-
kennslu á þessu stigi en hinum síðari; til hennar er
varið 171/2 viku samfellt, að viðbættum 6 vikum í á-
heyrn, eða samtals 231/2 viku. Lætur nærri, að það svari
til heils kennsluárs á fslandi.
b) Mellanstadiet. Flér greinist námsefnið einnig í
kjarna og kjörsvið. Teljast 13 greinar til kjarna, því að
átthagafræði í lágstadiet greinist hér í mismunandi les-
greinar. Á kjörsviði eru þrír námsgreinaflokkar, og íelur
hinn þriðji verklegar greinar, íónlist og leikfimi. Hverj-
um kennaranema er skylt að velja eina grein úr hverjum
flokki, en kjörið er bundið við samstæðar greinar, í.d.
efnafræði og líffræði, félagsfræði og landafræði. Nám
í kjörgreinum fyrsta og annars flokks veitir kennslurétt-
indi á högstadiet.
Tii verklegrar þjálfunar eru ætlaðar 10 heilar vikur,
að viðbættri áheyrn, eða oamtals um 700 kennslustund-
ir af 2485 stundum alls.
Kennarar á þessu stigi eiga að geta kennt allar
1) Sjá dr. Broddi Jóhannesson: Kennaraskólinn og kennara- 1) Það sem hér segir I einstökum atriðum um námsskrá kennara-
menntunin, tafla bls. 289 I Menntamálum, XLII, 3. háskólanna í Svlþjóð er sótt til Kennarahéskólans I Uppsölum.
MENNTAMÁL
89