Menntamál - 01.06.1970, Síða 11
-----------------------— \
Framsöguræða
Þorsteins Sigurðssonar,
ritara S.I.B., á þinginu
s._____________________________>
Mér hefur verði falið að gera nokkra grein vyrir
drögum stjórnar S.Í.B. að ályktun um kennaramenntun-
ina hér á þessum fyrsta fundi. Sambandsstjórn skipaði
7 manna nefnd til að fjalla um þetta mál, og það eru
sjónarmið hennar og stjórnarinnar, sem ég ætla að
reyna að túlka í þessari framsögu.
Um nauðsynina á gagngerðri endurskoðun kennara-
menntunarinnar er óþarft að orðlengja á þessum stað.
Skólastarfið hefur verið — og er að taka róttækum
breytingum; námstími lengist, nýtt eða breytt náms-
efni er tekið upp og áður óþekkt kennslutækni og
vinnuaðferðir ryðja sér til rúms. — Þó telja veður-
glöggir skólamenn, að framundan sé meiri bylting á
starfsháttum skólanna en flest okkar órar fyrir. Undir
þessa byltingu verðum við að búa okkur með skyn-
samlegum ráðstöfunum á sviði kennaramenntunarinnar,
því eitt virðast þó allir sammála um: að kröfur um
menntun og hæfni kennaranna muni stóraukast vrá því
sem nú er.
í þessu felast rökin íyrir því, að kennaramenntunin
sé tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Af þessum
ástæðum teljum við óverjandi, að enn einu sinni sé
reynt að sauma nýja bót á gamalt íat.
Við fögnum því að sjálfsögðu, að nefnd hefur verið
sett niður til að endurskoða lög um Kennaraskóla Is-
lands, en við teljum verkefni nefndarinnar of vakmarkað.
Viðræður við skólastjóra sérgreinakennaraskólanna hafa
treyst þá sannfæringu okkar, að jafnframt þvf að endur-
skoða lög Kennaraskóla íslands beri nauðsyn til að
endurskoða lög allra annarra skólastofnana í landinu,
sem mennta kennara.
Við teljum, að í íyrsta lagi þurfi að samræma
menntunarkröfur til allra kennara, og einn liðurinn í
því sé, að flytja allt kennaranám upp á háskólastigið,
og í öðru lagi þurfi að samræma framkvæmdina;
koma á eðlilegri samvinnu og hagkvæmri verkaskipt-
ingu milli þeirra skólastofnana, sem hér um ræðir,
þ. e. a. s. Háskóla íslands, Kennaraskóla íslands,
Myndlista- og handíðaskóla íslands, Tónlistarskólans,
íþróttakennaraskóla islands og Húsmæðrakennaraskóla
íslands. Þessar stofnanir verða að deila verkefnunum
skynsamlega á milli sín, og þær geta áreiðanlega
skipzt á ýmiss konar þjónustu, svo að verulegt hag-
ræði væri að. Hér getur bæði komið til samvinna um
húsnæði, kennslugögn og annan ytri búnað og sam-
vinna um nýtingu starfskrafta hæfra sérfræðinga á
ýmsum sviðum.
Gleymum því ekki, að sakir fámennis og skorts á
langmenntuðum sérfræðingum með dýrmæta reynslu
er það blátt áfram þjóðhagsleg nauðsyn að nýta hæfi-
leika þeirra og starfsorku eins vel og kostur er, en
sóa ekki kröftum þeirra fáu afburðamanna, sem völ er
á, í minni háttar verkefni utan sérsviðs þeirra, sem
fjöldi annarra manna er fær um að leysa jafn vel eða
betur af hendi.
Það er lögð áherzla á það í ályktunardrögunum, að
MENNTAMÁL
93