Menntamál - 01.06.1970, Side 14

Menntamál - 01.06.1970, Side 14
þeim er aS finna ákvæði, sem bægt hefði mörgum vanda frá, ef þeim hefði verið framíylgt sem skyldi. Þess vegna er það óraunhæft að heimfæra alla agnúa á skólakerfinu til ófullkominna fræðslulaga. Hins vegar má með réttu halda fram, að á undanförnum árum hafi staðan i menntunarmálum og í lifsháttum þjóðarinnar almennt tekið þeim breytingum frá þeim tíma, sem fræðslulögin voru sett, að tímabært sé að efna til gagn- gerðrar endurskoðunar á þeim. Veltur þá á miklu, að staða okkar í þessum efnum sé metin í Ijósi staðreynd- anna og leiðir, sem valdar verða til úrbóta, verði nægi- lega fljótvirkar til að leysa aðkallandi verkefni. Höfuðþátturinn í slíkri endurskoðun hlýtur að verða kennaramenntunin. Veigamikið atriði í þeirri endurskoðun væri, að gætt væri fulls samræmis í menntun allra þeirra, nem fást við kennslu á ákveðnu stigi, og sömu reglur gildi um þá, sem fást við aðrar greinar en bóklegar. Landssamband framhaldsskólakennara hefur frá önd- verðu látið sig þessi mál miklu varða, og s.l. vetur setti menntunar- og réttindanefnd LSFK, en í henni eiga sæti Haraldur Steinþórsson, Þorsteinn Jónsson og Kristmann Eiðsson, íram nefndarálit, þar cem iekin eru saman helztu atriðin, sem rædd hafa verið innan LSFK varðandi menntunar- og réttindamál kennara á gagn- fræðastiginu. Þar sem þetta nefndarálit túlkar í höfuðdráttum af- stöðu LSFK til þessara mála leyfi ég mér að setja það hér fram: A. Menntun og réttindi. 1. Með tilliti iil endurskipulagningar Kennaraskóla ís- lands, þar sem gert er ráð fyrir stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi sem aðalinntökuskilyrði, er eðlilegt að fela þeim skóla einnig undirbúnings- menntun framhaldsskólakennara, þar sem a.m.k. kennaraefni bóklegra greina undirbúi sig íyrir sér- greinar sínar og fái að loknu námi þar íyllstu rétt- indi til kennslu I unglinga- og gagnfræðaskólum. 2. Kennaranám I verklegum greinum fari fram I sér- stökum deildum Kennaraskólans eða, ef hentara þætti, að fela öðrum sérskólum þann undirbúning kennaraefna að einhverju eða öllu leyti, svo sem Handíða- og myndlistarskóla, tónlistarskóla og tækniskóla. 3. Sérstök athugun fari fram á, hvernig haga beri námi kennaraefna til kennslu í iðnskólum, sjó- mannaskólum o.fl. sérskólum. 4. Varðandi kennara án réttinda, sem komnir eru I fast starf og vilja gera kennslu að ævistarfi, gildi: a) Löng starfsreynsla veiti full kennsluréttindi skil- yrðislaust. b) Ríkisstjórn beri skylda til að gefa þeim, sem styttri starfsreynslu hafa, kost á námi samhliða starfi, er veitt geti full kennsluréttindi. Sett verði reglugerð um slíkt nám. B. Skilyrði fyrir stöðuveitingum. 1. Lokapróf frá kennaraháskóla, er fullnægi kröfum til kennslu í unglinga- og gagnfræðaskólum. 2. B.A.-próf eða lokapróf frá Háskóla íslands í við- komandi kennslugreinum hvorttveggja að viðbættu prófi í uppeldis- og kennslufræðum. 3. Próf frá erlendum háskólum, sem metin eru jafn- gild, ásamt prófi í uppeldis- og kennslufræðum. 4. Lokapróf frá þeim skólum öðrum, er undirbúa kenn- ara í ýmsum sérgreinum. MENNTAMÁL 96

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.