Menntamál - 01.06.1970, Side 17

Menntamál - 01.06.1970, Side 17
Ingólfur A. Þorkelsson, form. F.H.K.: Kennaramenntun og kennaraskortur I þessu tímariti hefur margoft verið frá því greint, hvernig örar breytingar þjóðlífsins og nýir þjóðlífshættir leggja skólanum nýjan vanda á herðar, sem er því stórfelldari, sem skólinn hefur undanfarna áratugi dreg- izt aftur úr samfélagsþróuninni, jafnvel svo að líftaug- in milli skóla og samfélags hangir á bláþræði. Hér þarf að lyfta Grettistaki. Hvernig erum við undir það búin að takast á við vandann? Hvernig er skólinn undir það búinn? 1. Hefur hann nægilegt húsrými, þannig að starf kenn- ara og nemenda geti að mestu farið fram i skól- unum? 2. Er hann vel búinn tækjum? 3. Hefur hann gnægð góðra kennslubóka? 4. Hefur hann bókasöfn? 5. Og nú kemur mikilvægasta spurningin. Hefur hann nógu mörgum og vel menntuðum kennurum á að skipa? Svarið er einfalt. Skortur er á þessu öllu. Geigvænlegast er, hvernig búið er að kennara- menntuninni og hversu mikill kennaraskorturinn er, því að vel menntaðir kennarar eru grundvöllurinn og burð- arstoðirnar í starfi hvers skóla. Öllum má Ijóst vera, að skipi verður ekki siglt úr höfn, hversu vel, sem það er byggt og hversu vel, sem það er tækjum og vélum búið, ef sérmenntaða skip- stjórnarmenn vantar. Á sama hátt verður skóli ekki starfræktur án aér- menntaðra kennara, þótt húsrými og tæki séu eins og bezt verður á kosið. Aðaláherzlan liggur því nú á menntun kennaranna og gildi þeirra fyrir starf hvers skóla. í þessu sambandi leyfi ég mér að vitna í ummæli æðsta manns fræðslumála hér á landi. í mikilli grein um skólamál, er menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason reit i Alþýðublaðið 13. apríl 1965, sagði hann m.a.: „Brýnasta verkefnið, sem ég tel Háskólann þurfa að taka að sér nú, er að íaka að annast menntun íram- haldsskólakennara, bæði í hugvísindum og raunvís- indum. í kjölfar þeirra endurbóta, sem gerðar hafa ver- ið á menntunarskilyrðum barnakennara með hinni nýju löggjöf um Kennaraskóla islands, ber nú brýna nauð- syn til þess að tryggja, að framvegis verði allir íslenzkir framhaldsskólakennarar háskólamenntaðir menn með prófi í þeim greinum, sem þeir annast kennslu í.“ Þetta verður auðvitað ekki tryggt nema með löggjöf, sem krefst þeirrar menntunar, er ráðherrar talar um. En slík löggjöf um menntun bóknámskennara á gagn- fræðastigi er ekki til. Og háttvirtur ráðherra hefur því miður ekki ennþá fengizt til þess að beita sér fyrir MENNTAMÁL 99

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.