Menntamál - 01.06.1970, Síða 18
breytingum á núgildandi löggjöf, þannig að orð hans
frá 1965 gætu orðið að veruieika.
Úrelt löggjöf.
Löggjöfin um menntun bóknámskennara á gagn-
fræðastigi er gjörsamlega í molum, hún krefst einfald-
lega ekki kennaramenntunar.
í lögum um gagnfræðanám nr. 48/1946, nánar til-
tekið í grein 37, er fjallað um menntun kennaranna.
Samkvæmt þessari lagagrein er þess ekki krafizt, að
kennari í bóknámsgreinum hafi lokið námi iil undir-
búnings undir starf sitt, hvorki í kennslugrein né
kennslufræðum. Hins vegar er þess krafizt í lögum um
fræðslu barna (sbr. 16. gr. laga um íræðslu barna
nr. 34/1946) og sömuleiðis í lögum um menntaskóla.
Gagnfræðaskólarnir eru því alger hornreka hvað þetta
snertir. Þeir eru olnbogabarn skólakerfisins.
Áðurgreind lagaákvæði hafa nú staðið óbreytt í aldar-
fjórðung.
Um forgangsrétt til kennslustarfa gilda ákvæði laga
nr. 36, 11. júlí 1911. Einkum koma þar til greina 2. og
3. mgr. 1. greinar, en þeim var bætt inn í forgangs-
réttarlögin 1952.
Samkvæmt þessum greinum skulu þeir menn, er lok-
ið hafa meistaraprófi eða kandidatsprófi í fsl. íræðum
við Heimspekideild Háskóla íslands að öðru jöfnu hafa
forgangsrétt iil kennslu í ísl. tungu, fsl. bókmenntum og
íslandssögu við alla framhaldsskóla.
Þeir, sem lokið hafa B.A.-prófi við Heimspekideild
Háskóla íslands eða erlenda háskóla, skulu með hlið-
stæðum hætti njóta forgangsréttar til kennslu við skóla
gagnfræðastigsins og við sérskóla í þeim greinum, er
próf þeirra tekur til.
Það styðst við augljós rök, sem hér verða ekki
rakin, að kennarar, sem hafa búið sig undir starf sitt
með sérstöku námi, hafi ótvíræðan forgangsrétt í bók-
námsgreinum á gagnfræðastigi, hvort sem á málið er
litið frá sjónarhóli skólanna eða kennaranna.
Jafnaugljóst er það, að forgangsréttarlögin eru hvergi
nærri nógu skýr né afdráttarlaus. í skjóli íyrirvara og
undantekninga er unnt að brjóta í bág við anda þeirra
og tilgang.
Ég leyfi mér að vekja sérstaka athygli á því, að
samkvæmt forgangsréttarlögunum er þess ekki kraf-
izt, að kennarar ljúki námi í uppeldis- og kennslufræð-
um. í stað þess er visað til ákvæða í öðrum lögum, þar
sem einungis er talað um nám í þessari grein, en ekki
krafizt lokaprófs.
Ákvæði um próf í uppeldis- og kennslufræðum er
ekki að finna í lögum um gagnfræðanám, og var ekki
í lögum um menntaskóla fyrir 17. marz s.l., er ný lög
um menntaskóla voru samþykkt á Alþingi. Það var því
fyrst ákveðið fyrir fáum mánuðum, að menntaskóla-
kennarar skyldu hafa kennaramenntun. Þessum grund-
vallarfræðum í kennslu og uppeldi er ekki gert hærra
undir höfði en svo, enda þótt nágrannaþjóðir okkar,
sem fjalla um skólamál í alvöru, leggi nú æ ríkari
áherzlu á þessi fræði.
Lagaákvæði þau, sem hér hefur verið lýst, eru því
ýmist meingölluð eða að engu hafandi. Það verður að
nema þau úr gildi og setja ný, og hefði raunar átt
að vera búið að þvi fyrir löngu.
Kennaraskorturinn.
Og þá er komið að kennaraskortinum. Hann hefur
skapað einn hinn hrikalegasta vanda, sem við er að
etja á gagnfræðastiginu.
Svo rammt hefur stundum kveðið að honum á undan-
förnum árum, að enginn maður með háskólapróf í
kennslugrein ásamt prófi I uppeldis- og kennslufræðum
hefur sótt um stöðu við gagnfræðaskóla Reykjavíkur
(sbr. haustið 1968).
Samkvæmt yfirlitsskýrslu ;rá íræðslumálaskrifstof-
unni fyrir skólaárið 1961—’62 voru 243 kennarar í bók-
námsgreinum starfandi við skóla gagnfræðastigsins.
Aðeins 62 höfðu fyllstu kennararéttindi (þ.e. háskóla-
próf í kennsiugrein að viðbættu prófi í uppeldis- og
kennslufræðum), þ.e. 25,5% allra bóknámskennara á
gagnfræðastigi.
Samkvæmt yfirliti frá sömu skrifstofu um setta og
skipaða skólastjóra og kennara við skóla gagnfræða-
stigsins skólaárið 1968—’69 voru íastir bóknámskenn-
arar 436 að tölu, en aðeins 72 þeirra höfðu íyllstu
kennararéttindi eða 16,5%. Tala kennara með íyllstu
kennsluréttindi þ. e. réttindi, sem ein geta talizt full-
nægjandi til kennslu bóknámsgreina — hefur því á
tímabilinu 1962 til 1969, á einum 7 árum, lækkað úr
25,5% allra bóknámskennara í 16,5%.
Dæmi eru til þess, að gagnfræðingar hafi kennt í
gagnfræðaskólum úti á landi, og stúdentar hafi ann-
azt stundakennslu i menntaskólum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá skrifstofu rektors við Menntaskólann i
Reykjavík kenndu 10—15 stúdentar s.l. vetur við þann
skóla. Stundakennarafarganið, þetta afkvæmi kennara-
skortsins, ríður nú öllum húsum á gagnfræða- og
menntaskólastigi. Jafnvel tugir stundakennara starfa
við suma skólana. Þar hafa þeir ekki sömu skyldur og
fastir kennarar, tengsl þeirra við skólana eru miklu
lausari en hinna, sem íastráðnir eru. Eins og eðlilegt
er, hafa þeir oftast nær miklu meiri áhuga á aðalstarfi
sínu en aukastarfinu. Þeir eru yfirleitt í kennslu til þess
að drýgja laun sin. Margir þeirra eru algjöriega rétt-
indalausir og hafa ekki hina minnstu nasasjón af upp-
eldis- og kennslufræðum.
Það má með sanni segja, að við íslendingar erum
á stigi vanþróaðra þjóða í þessum efnum. Þeir, sem
kunna örlítið meira, kenna hinum, sem minna kunna.
Þetta er tröppugangur eins og á Kúbu og í Kongó, aem
fyrir fáum árum hafa öðlast sjálfstæði og þurfa að
byggja menntun upp frá grunni.
MENNTAMÁL
100