Menntamál - 01.06.1970, Side 19

Menntamál - 01.06.1970, Side 19
II. Tillögur til úrbóta. Ekki vil ég láta sitja við gagnrýni eina saman, heldur og ræða tillögur til úrbóta. Hvernig er unnt að bæta kennaramenntunina? Hvað er iil ráða gegn kennara- skortinum? Fyrst af öllu þarf að búa svo um hnútana, að íull- gildrar menntunar sé krafizt í lögum. Á undanförnum árum hefur stjórn FHK unnið að framgangi tillagna til lagabreytinga um menntun og rétt- indi bóknámskennara á gagnfræðastigi. Farið er fram á, að tillögur þessar komi í stað 37. gr. laga um gagn- fræðanám. Ég vil hér gera örstutta grein íyrir þessum tillögum. Samkvæmt þeim er undirbúningur undir kennslustarf- ið þríþættur: 1) almenn menntun, er lýkur með stúdents- prófi, og sérmenntun í væntanlegum kennslugreinum veitt í háskóla, 2) sérmenntun í uppeldis- og kennslu- fræðum veitt í háskóla, 3) verkleg þjálfun til væntan- legs framtíðarstarfs. Það er nýjung I þessum tillögum, að gert er ráð fyrir, að kennarar séu settir og síðan skipaðir í iilteknum kennslugreinum. Leikur þá enginn vafi á, hverjar kennslugreinar hvers kennara skuli vera og hver rétt- indi hans eru. í tillögunum eru sett tvö ákvæði um kröfur til þeirra, sem sækja um skólastjórastöðu. [ fyrsta lagi, að um- sækjandi fullnægi þeim lágmarkskröfum, sem gerðar eru til menntunar kennara á því skólastigi, sem um er að ræða. í öðru lagi, að umsækjandi hafi starfað a.m.k. 5 ár sem fastur kennari á gagnfræðastigi. Stefnan, sem mörkuð er í tillögunum, er þá sú, að kennarar á gagnfræðastigi skuli búa sig undir starf sitt með sérstöku námi, eins og barnakennarar gera. Þetta er meginkrafa, sem ekki verður hvikað írá. Eng- inn á að fá skipun í kennarstöðu, nema hann íullnægi þessari kröfu. Enginn fær að gegna læknis-, lögfræði- eða verkfræðistörfum, nema hann hafi lokið til þess sérstöku námi. Hið sama hlýtur að gilda um kennslu- störf, svo fremi þau séu ekki talin svo lítils háttar, að þau geti hver maður leyst af hendi án rækilegs undir- búnings. En strangari lagakröfur um menntun og réttindi einar saman geta auðvitað ekki leyst allan vandann. Hann verður fyrirsjáanlega aldrei leystur, nema ríkisvaldið viðurkenni í reynd grundvallarregluna um laun eftir menntun og tryggi, að kjörin batni verulega frá því sem nú er. Samkvæmt þessum tillögum er gert ráð fyrir, að kennararnir fái menntun sína í háskóla, og er það í samræmi við þá stefnu, sem menntamálaráðherra hefur markað sbr. blaðagrein þá, sem áður er í vitnað. En verði Kennaraskóli íslands gerður að kennaraháskóla á næstunni er eðlilegt, að honum verði falið að annast menntun kennara á skyldustiginu öllu. Forystumenn bæði FHK og LSFK eru þeirrar skoðunar, að Háskóli íslands (H.í.) og Kennaraskóli íslands (K.í.) eigi í sam- einingu að annast menntun bóknámskennara á gagn- fræðastigi. Slík samvinna tíðkast nú í Svíþjóð milli há- skólanna og kennaraskólanna. Ekki er unnt að ræða þetta frekar á þessum vettvangi, þar eð alger óvissa ríkir nú um framtíð K. í. Geigvænlegar afleiðingar. Til þess að varpa nokkru Ijósi á, hversu eftirsóknar- verð kennslustörf eru nú íyrir háskólamenn, þá leyfi óg mér að birta hér niðurstöður af dálítilli könnun, sem ég hef gert. Á árabilinu 1952—1969 (17 ár) hafa útskrifast úr Heimspekideild Háskóla íslands samkvæmt árbók H.í. og upplýsingum frá skrifstofu H.í. 183 menn með B.A.- prófi, 38 með cand.mag.-prófi og 10 meistarar (mag. art.). Alls 231. 73 þessara manna hafa lokið prófi í upp- eldis- og kennslufræðum, en um 130 séu námskeiðmenn taldir með. Bóknámskennaraþörfin á gagnfræðastig- inu einu er samkvæmt upplýsingum frá fræðslumála- skrifstofunni 30 á ári (lágmark) eða 510 kennarar á umræddu tímabili. Niðurstaðan af þessu er sú, að það vantar þá 380 kennara með kennsluréttindum íil þess að fullnægja þörfinni á gagnfræðastiginu einu. Þeir íáu menn, sem útskrifast hafa frá erlendum háskólum (fæstir með kennsluréttindi) breyta sáralitlu hér um. Af þessu má augljóst vera, að kjör kennara laða ekki háskólamenntaða menn að kennslustörfum. Hlýt- ur sú staðreynd að teljast ein helzta orsök þess, :;em miður hefur farið í skólamálum okkar. Afleiðingarnar hafa orðið geigvænlegar bæði íyrir álit og virðingu kennarastéttarinnar og gæði þeirrar menntunar, sem skólinn veitir. Þetta ástand kemur því gróflegast niður sem sízt skyldi: á menntun og upp- eldi í landinu. III. Hornsteinninn. Fyrst og síðast verður að leggja áherzlu á menntun þjóðarinnar, því að hún er grundvöllur allra íramfara. Lausnarorðið í nútímaþjóðfélagi er þekking. Með rannsóknum erlendis (sbr. Denisonrannsóknina í USA) hefur verið sýnt fram á, að bætt menntun eykur hagvöxt mest, meira en aðrir þættir, t. d. íjármagn og vinnuafl. Við höfum ekki efni á því að vanrækja menntamálin. Ófullkomið skólahald er og verður dýrast. Samkvæmt því, sem hér segir, eru menntamálin brennandi pólitísk baráttumál. Þau eru það vegna þess, að menntun, ef hún er rétt skipulög, er grund- völlurinn undir velmegun þegnanna — og sökum þess að skólinn verður að annast uppeldi þjóðarinnar í æ ríkara mæli. Með öðrum orðum: Skólinn er mikil- MENNTAM.ÁL 101

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.