Menntamál - 01.06.1970, Síða 21
Baldur Jónsson lektor:
Nýjar stefnur
í málfræði
á síðustu árum
Erindi, flutt á Málfræðiráðstefnu Mímis
28. júní 1970
Stúdent, sem nú býr sig undir móðurmáls-
kennslu í framhaldsskóla og stundar hana jafn-
vel að einhverju leyti samhliða námi, er í vanda
staddur, þar sem hann rekur sig undir eins á
meira eða minna ósamræmi milli þeirrar mál-
fræði, sem hann lærir í Háskólanum og þeirra
kennslubóka, sem honum er ætlað að kenna og
hann hefir jafnvel sjálfur lært í framhaldsskóla.
bessi vandi er að nokkru leyti mín sök, þar sem
ég hefi átt þátt í því á undanförnum árum að
kynna stúdentum í íslenzku ýmsar nýjungar í
málfræði, sem málfræðikennsla framhaldsskól-
anna er enn að mestu leyti ósnortin af.
Nú er þess vitaskuld engin von, að allt nýtt,
sem m'enn læra í háskóla, eigi umsvifalaust er-
indi til nemenda á lægri skólastigum. El' allt er
með fefldu, hlýtur háskóli jafnan að vera sj^öl-
korn á undan, ella þyrfti hann hressingar við.
Hins vegar getur bilið orðið óhepjiilega breitt,
þannig að samhengið beinlínis rofni. En þegar
svo er komið, er það framhaldsskólanna fremur
en Háskólans að athuga sinn gang. Og þessi ráð-
stefna er væntanlega sprottin af því, að þannig
er nú einmitt ástatt hér á landi.
Ég þykist liafa orðið þess var, að sumir fram-
haldsskólakennarar hér tala sín á milli um eitt-
hvað, sem þeir kalla „nýju málfræðina" til að-
greiningar frá þeirri málfræði, sem kennd liefir
verið í framhaldsskólunum. „Nýja málfræðin" er
víst kennd í Háskólanum. Ég skal játa, að mér
er ekki fullljóst, hvað menn eiga við með „nýju
málfræðinni“, en ég liefi rökstuddan grun um,
að a. m. k. sumt af því, sem fellur undir „nýju
málfræðina“, sé ekki alveg nýtt af nálinni. Ég
mun því ekki beinlínis tala um nýjar stefnur
í málfræði á síðustu árum, eins og lyrir mig var
lagt, heldur haga orðum mínum eins og ég væri
að tala við framhaldsskólakennara, sem lokið
liefði kennaraprófi í íslenzkum fræðum frá Há-
skóla íslands fyrir 1960 eða þar um bil og ekki
átt þess kost að bæta við málfræðiþekkingu sína
síðan eða a. m. k. ekki gert það. Ef slíkur kenn-
ari er til, hefir hann ekki einungis farið á mis
við nýjungar í málvísindum síðustu ára, heldur er
hann að mestu leyti ósnortinn af framvindu
almennra málvísinda á þessari öld.
MENNTAMÁL
103