Menntamál - 01.06.1970, Side 25
ströngustu strúktúralistar vildu ekki viðurkenna
nein málvísindi, sem ekki voru samtímaleg (syn-
krónísk), rétt eins og nýmálfræðingarnir um alda-
mótin með Hermann Paul (1846—1921) í broddi
fylkingar töldu enga málfræði vísindalega, sem
ekki var söguleg (díakrónísk). Mállýsingu töldu
Jieir upptalningu á staðreyndum, en ekki vísindi.
Enn fremur voru til svo öfgafull viðhorf meðal
formgerðarsinna, að merking var ekki talin mál-
vísindalegt viðfangsefni. Ég minnist Jsess frá náms-
dvöl minni í Bandaríkjunum 1959, að eitt sinn sat
ég á tali um fræðileg efni við skólafélaga minn,
sem var sjálfur hleypidómalaus, og lét mér Jjá
um munn i'ara orðið ,,meaning“. Þá sagði hann
í léttum tón, að ,,meaning“ væri ekki til í
amerískum málvísindum.
En hvað sem öllum einstrengingslegum við-
horfum líður, hafa Bandaríkjamenn sótt svo ört
fram á sviði málvísinda, að eftir heimsstyrjöld-
ina síðari hefir Jjessi vísindagrein ekki staðið
með meiri blóma annars staðar, og ég hygg, að
lormgerðarstefnan hal'i ekki síður borizt Jjaðan
til Evrópu en öfugt. I ]jví sambandi er ]jó rétt að
minna á, að ýmsir ágætir málfræðingar, sem hafa
orðið til að efla málvísindi vestan hafs, hafa komið
þangað frá Evrópu. Frægasta dæmið er eflaust
Rússinn Roman Jakobson, einn af samherjum
Trubetzkoys og höfuðskörungum Pragar-skólans,
enda þá prófessor í Prag. En hann l'lýði undan
nasistum, fyrst til Norðurlanda, en hélt síðan til
Bandaríkjanna, þar sem hann hefir verið prófess-
or við Harvard-háskóla undanfarna áratugi.
Þótt unnt sé að benda á fleiri dæmi ldiðstæð
þessu, liafa menn þó fremur haft áhyggjur af því,
að sambandið milli amerískra og evrópskra mál-
vísinda væri of lítið (sbr. Gleason 1969:211-212).
Þessi einangrun eða sambandsleysi hefir sumpart
leitt til þess, að samtímaleg málvísindi hafa þró-
azt með öðrum liætti vestan liafs en austan, sum-
part til ósamræmis eða glundroða í notkun fræði-
heita, sem h'efir svo aftur stuðlað að því að
breikka bilið.
En eins og áður sagði, eru aðstæður í þessum
tveimur heimsálfum misjafnar, nærtækustu við-
fangsefnin ekki hin sömu báðum megin hafs-
ins. Á árunum milli 1940 og 1950 komu ný við-
fangsefni til sögunnar, sem urðu enn til þess að
ýta undir þróun strúktúralismans í Bandaríkjun-
um, einkum hinnar samtímalegu málskoðunar.
Samskipti Bandaríkjamanna við ýmsar ljarlægar
og frumstæðar þjóðir jukust, sérmenntaðir trú-
boðar voru sendir út um allar jarðir til þess að
eiga skipti við iólk, sem talaði ókennileg tungu-
mál. Þessum málum urðu þeir að ná tökum á,
Indíánamálum sem öðrum.
Eftir heimsstyrjöldina fer bandarískra áhrifa
að gæta meir í Evrópu, einnig í málvísindum, og
þótti þá góð lesning sumt al' því, sem beint eða
óbeint var árangur af trúboðsstarfsemi Banda-
ríkjamanna eða öðrum samskiptum þeirra við
óskyldar þjóðir og svo auðvitað því starfi, sem
áður hal'ði verið unnið. Ég nefni hér einkum
höfuðrit el'tir Kenn'eth L. Pike, Phonemics: A
Technique for Reducing Languages to Writ-
ing (Ann Arbor 1947), og Morphology: A Descrip-
tive Analysis of Words (2. útg., Ann Arbor 1949)
eftir Eugene A. Nida. Eins konar lieildarrit um
aðferðir formgerðarsinna í hljóðfræði og málfiæði
kom út skömmu síðar, Methods in Structural
Linguistics (Chicago 1951) eftir Z'ellig S. Harris,
sem löngum liefir þótt einna mestur kenninga-
frömuður og aðferðafi-æðingur strúktúralista.
Þarna er reynt að gera grein fyrir aðferðum til
samtímalegrar mállýsingar á sem formlegastan
hátt án þess að treysta á merkingarl'ega undir-
stöðu. Þetta þótti sumum nokkuð þurr lesn-
ing og einstrengingsleg. En þeir, sem vildu tolla
í tízkunni og vera menn hins nýja tíma, lásu
gjarnan Harris, Nida og Pike hér á Norðurlönd-
um upp úr 1950 og auðvitað margt fleira í þeirn
dúr.
Þá fyrst — um miðja öldina — að aflokinni
styrjöld, þegar samskipti Ameríkumanna og Evr-
ópumanna taka að glæðast, hygg ég, að form-
gerðarstefnan nái hingað til NV-Evrópu, svo að
um munar, enda þótt hún sé rakin til Saussures,
sem lifði og starfaði í miðri Evrópu um síðastlið-
in aldamót. Eins og áður var sagt, voru Banda-
ríkjamenn komnir fram úr Evrópumönnum á
þessu sviði, af því að þeir höfðu einbeitt sér svo
mjög að því. Og þótt Evrópumenn stæðu á
gömlum merg og færu sínar leiðir og vissu sínu
MENNTAMÁL
107