Menntamál - 01.06.1970, Side 30
Á þessum fundi var samþykkt:
1. Að koma á í vetur landsþingi
samtaka íslenzkra kennaranema.
2. Undirbúningur þingsins verði
falinn 6 manna nefnd, skiþaðri 3
nemum úr Kennaraskólanum og
einum úr hverjum hinna þriggja
skóla hér í Reykjavík. Auk undir-
búnings þingsins verði nefndinni
falið að semja drög að lögum og
starfsáætlun íyrir samtökin.
4. febrúar s.l. skipaði Nemenda-
ráð K.í. í undirbúningsnefndina:
Guðmund Guðmundsson, 1. A,
Halldór Þórðarson, 1. A,
Helga Baldursson, 2. F.
Úr hinum skólunum voru valin í
nefndina:
Úr Húsmæðrakennaraskólanum,
Guðrún Ingvarsdóttir,
Úr Myndlista- og handíðaskólanum,
Fjóla Rögnvaldsdóttir,
Úr Tónlistarskólanum,
Gunnlaugur Ólsen.
Nefndin lauk störfum og boðaði
til Landsþings samtakanna ( Nor-
ræna húsinu 11. og 12. apríl c.l.
Þingið sóttu fulltrúar allra þeirra
skóla, sem á sínum víma stofnuðu
samtökin og kaus þeim stjórn.
Nafn samtakanna or: Samtök Is-
lenzkra kennaranema. Skammstaf-
að: S.Í.K.N.
Aðild að S.Í.K.N. eiga kennara-
nemar í eftirtöldum skólum:
Húsmæðakennaraskóla íslands,
íþróttakennaraskóla íslands,
Kennaraskóla Islands,
söngkennaradeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík.
Landsþing samtakanna ákveður
um þátttöku annarra skóla. Óski
einstakir nemendur að standa utan
samtakanna, ckulu þeir tilkynna það
skriflega til stjórnar.
Tilgangur samtakanna er:
1. Að kynna, ræða og gera tillögur
um menntun kennaranema.
2. Að taka til meðferðar og kynna
fjárhagsleg, menningarleg og
kennslufræðileg viðfangsefni og
hagsmunamál nemenda.
3. Að vera málsvari kennaranema
MENNTAMÁL
112
gagnvart öðrum félagssamtökum
og yfirvöldum landsins.
4. Að leita eftir samstarfi við kenn-
ara og æskulýðssamtök á Is-
landi og erlendis.
5. Að efla samvinnu milli norrænna
kenriaranema með því að halda
námskeið og fundi ásamt þátt-
töku í N.S.L.
6. Að leita einnig samstarfs við
kennaranema utan Norðurlanda.
Stjórn S.Í.K.N. fyrir næsta starfs-
ár er þannig skipuð:
Form.: Guðmundur Guðmunds-
son, K.í.
Ritari: Sigurjón Mýrdal, K.l.
Féhirðir: Guðrún Ingvarsdóttir,
H.K.Í.
Starfsáætlun Samtaka íslenzkra
kennarnema. Samþykkt á lands-
þingi S.Í.K.N. í Norræna húsinu, 11.
og 12. apríl 1970.
1 Fjármál
1. Fastur tekjuliður samtakanna
verða árgjöldin, sem landsþingið
ákveður hverju sinni (sbr. 11. gr.).
Nefndin telur heppilegast, að ár-
gjöldin komi sem heild írá hverjum
aðildarskóla fyrir sig, sem e.k.
skattur til samtakanna. Æskilegt er,
að gjalddagi árgjalda sé ákveðinn
(t.d. um áramót).
b) Fáist víxlar ekki framlengdir,
eða ekki til nógu langs tíma telur
nefndin nauðsynlegt, að sækja fjár-
hagsaðstoð, sennilegast lán til
skólafélags, fræðsluyfirvalda, eða
annarra aðila, til að greiða skuldir
samtakanna.
3. Fé til reksturs og úrvinnslu
ákv. verkefna (skv. t.d. starfsáætlun)
leitist samtökin við að afla sér í
formi lána og styrkja frá:
a. fræðsluyfirvöldum,
b. norrænum menningarmála-
stofnunum.
c. norrænum kennarasamtökum,
d. kennarasamtökum,
c. öðrum aðilum.
4. Aðrar fjáröf lunarleiðir, sem
hugsanlegar eru fyrir samtökin, t.d.
á sviði skemmtanahalds, námskeiðs-
halds o.fl.þ.h.
2. Fræðsla og kynning
Samtökunum er nauðsyn á því að
kynna tilgang sinn og starfsemi.
Áróður samtakanna verður að vera
skipulegur, upplýsingastarfsemin
einföld og markviss.
Helztu verkefni:
1. Að stuðla að aukinni kynn-
ingu milli aðildarskólanna, í.d. með
því að halda nemendamót í vormi
árshátíðar. Margt íleira kemur til
greina.
2. Að efna til funda með kennara-
nemum og forsvarsmönnum fræðslu-
mála og kennarasamtaka. Leggja
ber áherzlu á samstarf við kenn-
arasamtökin.
3. Samtökin leiti eftir samvinnu
við dagblöð og ríkisútvarp um frétt-
ir frá starfi samtakanna.
4. Samtökin gerist aðili að tíma-
ritinu Menntamál, afli því kaupenda
meðal kennaranema og noti blaðið
til þess að kynna starf og stefnu
samtakanna.
3. Erlend samskipti
Þingið samþykkir eftirfarandi:
1. Að höfuðáherzla skuli lögð á
eflingu camskipta við camsvarandi
samtök erlendis, sérlega norræn
samtök.
a) Með nánum bréfaviðskiptum.
b) Með áskrift að blöðum kenn-
arasamtaka á Norðurlöndum.
c) Með utanferðum fulltrúa á
landsþing norrænna kennarasam-
taka. Stjórn og fulltrúaráð Lands-
sambands ísl. kennaranema ákveði
hverju sinni, hvernig utanferðum
skuli háttað og hverjir íari í þær
ferðir.
2. Ritari stjórnar sé valinn með
hliðsjón af málakunnáttu, cvo hann
geti haft yfirumsjón með erlendum
bréfaviðskiptum. Honum sé heimilt
að kveðja sér til aðstoðar hjálpar-
menn eftir þörfum.