Menntamál - 01.06.1970, Side 32

Menntamál - 01.06.1970, Side 32
Leikir íyrir heimili og skóla, 2. útg. Höf.: Aðalsteinn Hallsson. fim- leikakennari. Útgefandi: Höf. Það er oft kvartað yfir því, að kennara vanti handbækur, til þess að grípa til við kennslu og annað skólastarf. Aðalsteinn Hallsson hef- ur nú í annað sinn fært kennara- stéttinni eina slíka handbók. Aðalsteinn er reyndur kennari, sem hefur haft mikinn áhuga á starfi sínu, og hann hefur komið auga á gildi leiksins í því sambandi. Höf. segir í formála: „Öll heilbrigð börn hafa meðfædda eðlishvöt til að hreyfa sig. I>au geta næstum aldrei verið kyrr. I leikjum full- nægja þau þessari eðlishvöt mjög eðlilega og alhliða. Þó má enginn skilja orð mín þannig, að ég vilji sleppa formbundnum æfingum." Eins og heyra má af þessum til- vitnunum er bókin einkum sniðin að fagi höfundar. Það er eflingu líkamshreysti og vaxtar með til- stuðlan hollra hreyfinga. Af J>essu leiðir |>að, að kennurum er Jtiirf fleiri handbóka á sviði leiksins, þar sem leikir annars eðlis eru teknir til meðferðar. Þess er ekki von, að höfundur Jiessarar bókar geri Jjví elni skil. Hann byggir bók sína á hugsjón líkamsræktar. Höfundur skrifar langan for- MENNTAMÁL 114 mála fyrir bókinni, og er hann mjög hollur lestur iyrir kennara. Þar er mikið að finna af hagnýtri uppeldisfræði hins daglega starfs. Þar er um ábendingar að ræða, sem gefnar eru og byggðar á athugun og reynslu höíundarins sjálfs. Niðurröðun efnis í bókina er mjög skipuleg og í samræmi við þann tilgang, sem hún á að þjóna. Efnið er flokkað eítir eðli og eig- inleikum, og þannig, að í hverjum fiokki eru auðveldustu leikirnir teknir lyrst til meðferðar. Mjiig handhægt efnisyfirlit er í bókinni og er J>ví auðvelt fyrir hvern og einn að finna J>að, sem hann leit- ar að. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, er hún ælluð jafnt fyrir heimili og skóla. Af þessu verður það að leiða, að leiðbeiningar verða að vera á máli, sem almenningi er fyllilega skiljanlegt. Þar á ég við það, að fagmál, sem er eðlilegt hverjum fimleikakennara, er lítt skiljanlegt ólærðu fólki. Hér skal tekið dæmi: „Börnin standa í hring. Skipt með tveim." Sá, sem ekki kann fagmál fimeikamanna hlýtur að spyrja. Hvað merkja orðin „skipt með tveimf“ Hér væri J>örf nánari skýringa. Bókin er prýdd mörgum mynd- um af leikjum og þrautum, sem hún fjallar um. Þessar myndir eru til mikillar skýringar á efni bókar- innar. Auk Jtessara mynda eru svo myndir af leiktækjum og leikvöll- um, sem höfundur hefur sett upp og skipulagt víðs vegar um landið. Þær myndir gefa bókinni einnig aukið gildi. Útlit og band bókar- innar er eins og vera ber og hæfir hagnýtri bók. Að lokum vil ég þakka höfundi fyrir bókina, sem er hverjum kenn- ara nauðsynleg handbók og fyrir það framtak að ráðast í Jtað að gefa liana út á eigin kostnað. Magnús Magnússon.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.