Menntamál


Menntamál - 01.06.1970, Qupperneq 33

Menntamál - 01.06.1970, Qupperneq 33
o o o o o o að ræða, kann að vera æskileg sú teguncl atriðagreiningar, sem sýnir mismunandi greiningarhæfni hverrar spurningar. En greiningarhæfni spurningar birtist í því, að fleiri nemendur með háa einkunn en lága svara henni rétt. Sérfræðingarnir nota hæstu 27% af öllum einkunnunum í próf- inum sem „há“hóp og lægstu 27% sem „lág“hóp. Höfundurinn, sem hefur framkvæmt þessa atriðagreiningu með handaupprétt- ingu árum saman í sínum eigin bekkjum, kýs að nota efri og neðri helming einkunna af þeirri ástæðu, að annars yrðu allir í mið- hluta bekkjarins aðgerðarlausir, meðan atriðagreiningin fer fram, og þeir myndu því vera órólegir. Með jtví að nota þannig allan bekkinn, verður að gera ráð fyrir minni mismun að hundraðstölu á réttum svörum, en fengist milli liæstu og lægstu 27%. Samt er þó alveg ljóst, hversu mikill mismunur er æskilegur. Hann ætti að vera a.rn.k. 10%. í bekk, þar sem eru 40 nemend- ur, ættu þannig a.m.k. 4 nemendum fleira í efri helming en í neðri helming að svara spurningu rétt. Þessi tala var ekki valin út í bláinn. Hér verðum við að hugsa eilítið tæknilega um stund, því að nokkuð af ánægjunni er fólg- ið í því að vita, livað sérfræðingarnir eru að tala um, og vita, að sjálfur hefur maður sambærilegar tölur um eigin próf. Mæli- kvarðinn, sem sérfræðingarnir nota á grein- ingarliæfnina, er fylgnitala milli spurning- arinnar og prófsins alls (biserial correla- tion). Það er tugabrot, sem sýnir fylgni milli ákveðinnar spurningar og prófsins í heikl. Með öðrum orðum, l’ylgnin segir til um, hve miklum mun nemendunum, sem gekk vel á prófinu, gekk betur með jtessa ákveðnu spurningu en hinum, sem gekk illa á prófinu. Sérfræðingarnir vilja hafa sína meðal-fylgni yfir 0,4 og eru þó nokkuð hreyknir, ef hún nær 0,5 eða þar yfir. Þeir líta hornauga spurningar, sem hafa slíka l'ylgni lægri en 0,3 og annað hvort breyta þeinr eða strika þær alveg út, nema þeir geti á öðrum íorsendum sýnt fram á, að þetta séu góðar spurningar, þótt Jrær séu ekki í nánu samhengi við annað í prófinu. Nú getur komið fyrir að spurning, sem er í meðallagi þung (sem 25%—75% nemenda liafa svarað rétt), liefur fylgni við allt próf- ið, sem er nokkurn veginn þrefaldur „há — lág“ mismunurinn, sýndur sem hundraðs- tala af bekknum. Þetta gerist, Jtegar „há — lág“ mismunurinn er byggður á „há -— lág“ helmingum bekkjarins — annars ekki. Ef „há — lág“ mismunurinn er fjórir og jjað er 10% bekkjarins (af 40 nemendum), verður fylgni Jtessarar spurningar við allt prófið nokkurn veginn 0,30. Ef mismunur- inn er 6, eða 15% bekkjarins, verður fylgn- in nokkurn veginn 0,45. Þetta „nokkurn veginn“ skakkar ekki svo miklu, að alvarlegt ntegi teljast, fyrr en komið er að spurning- um, sem meira en 80% eða færri en 20% bekkjarins hafa svarað rélt. Hin rétta fylgni Jtessarar sérlega auðveldu eða sérlega erf- iðu spurninga við allt prófið, er oft mjög vanmetin. Það er þó huggun, að Jtótt svona spurningar geti verið í liæsta máta grein- andi, greina Jiær aðeins sundur örsmáan hluta hópsins. Þó getur Jtað hent, að við viljum hafa með rnjög auðvelda eða sér- staklega erfiða spurningu. í slíkurn tilfell- um getur jafnvel liá — lág munur 5% bekkjarins verið viðunandi, og vissulega er Jrá erfitt að fá hærra. En mismunurinn milli „há — lág“ helminganna er ekki góður mælikvarði, Jtegar um þessi yztu mörk er að ræða. Óttist ekki að Jhð þurfið að reikna út Jtessar hundraðstölur fyrir hverja spurn- ingu. Þegar byrjað er á atriðagreiningu, skal fjölda nemenda, sem viðstaddir eru deilt með 10 og útkoman síðan hækkuð eða lækkuð í heila tölu. Ef 38 eru viðstaddir, verður lágmarks „há — lág“ mismunur, sent aðgengilegur er, 4. Ef spurning gefur liærri útkomu en Jjetta, er greiningarhæfni henn- ar fullnægjandi, ef ekki, verður að athuga MENNTAMÁL 115

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.