Menntamál - 01.06.1970, Side 34

Menntamál - 01.06.1970, Side 34
spurninguna og sjá, hvort eitthvað er að. Eltir að kennarinn eða nemendurnir eru búnir að geia fyrir próíið, er prófblöðunum raðað eftir heildareinkunnum og síðan eru blöðin talin niður að miðeinkunninni. Ger- um ráð fyrir að hún sé 21 og 5 nemendur hafi fengið hana. Öll blöð ofan við þessa einkunn fara því greinilega í háa flokkinn, þau fyrir neðan í hinn lága. En hvað um miðblöðin fimm? Setjið þau af handahófi í hærri eða lægri flokkinn, þar til fjöldinn í þeim er jafn. Ef nemendafjöldinn stendur á oddatölu, haldið frá einu miðblaði og teljið það ekki með í atriðagreiningunni. Sá nemandi, sem ekkert blað fær, verður einkunnaritari og skrifar tölurnar fyrir hverja spurningu á töfluna, annars gerir kennarinn það. Nú er nauðsynlegt að hafa skýr mörk milli hinna „háu“ og hinna „lágu“ í skóla- stofunni. Til þess að þurfa ekki að færa nemendur til, mætti láta þá, sem sitja hægra megin í stofunni fá liáu blöðin, en þá, sem sitja vinstra megin, þau lágu; ell- egar að þeir, sem sitja við fremstu borðin, fá þau háu og þeir, sem sitja við aftari borðin, þau lágu. Kennarinn skipar teljara fyrir hvorn hóp til að telja uppréttar hend- ur í hans hluta stofunnar. Tölurnar fjórar, sem fundnar eru við hverja spurningu, má skýrgreina á eftirfar- andi hátt: H == fjöldi hinna háu, sem hiifðu rétt svar við spurningunni. L = fjöldi hinna lágu, sem liöfðu rétt svar við spurningunni. H-)-L = „ÁRANGUR“ (fjöldi allra þeirra í báðum hópum, sem svöruðu spurning- unni rétt). H-^-L = „GREINING" eða „liá - lág mis- munur" (hve margir fleiri í liáa flokkn- um en þeim lága svöruðu spurningunni rétt). Kennarinn tilkynnir númer spurning- anna, eitt í einu, t. d. „1. spurning.“ Allir, sem liafa blað með réttu svari, rétta upp hönd. Teljari háa hópsins tilkynnir, hve ntargir rétta upp liönd í hans liópi: t. d. „fjórtán". Þá tilkynnir teljari lága hópsins, hve margir rétta upp hönd í hans hópi: t. d. „átta“. Einkunnaritarinn (kennarinn eða einn nemendanna) leggur saman þessar tvær tölur og tilkynnir útkomuna, „22“. Því næst dregur liann töluna úr lægri hópn- um frá tölunni úr hærri hópnum (í hugan- um!) og tilkynnir mismuninn: „sex“. Allir skrifa þessar fjórar tölur neðan við 1. spurn- ingu á próíblaðinu, sem þeir liafa í hönd- um: 14— 8 — 22 — 6. Það þarf ekki að skrifa neina skýringu við tölurnar, þar sent röðin er alltaf eins, og ekki mun líða á löngu, þar til allir vita, hvað þær þýða. Þetta gengur þannig fyrir sig: 1. spurning. Réttið upp liönd. Hlé meðan talið er. 14—8 — 22 — 6. 2. sjrurning . . . Ef kennari eða nemandi vill fá einhverja al' þessum tölum endur- tekna, skal orða spurninguna þannig: Hver var há — talan?, lág — talan?, summan?, mismunurinn? Með nokkurri æfingu tekur atriðagrein- ing einnar kennslustundarprófs aðeins 10 —20 mínútur, eftir fjölda spurninga. Það mundi taka kennarann a. m. k. 2 stundir að vinna hana heima, og hann mundi gera miklu fleiri skyssur en bekkurinn, þar sem liver einasti athugull nemandi bendir með ánægju á skyssur í talningu, samlagningu eða frádrætti. Kennarar, sem liafa lærL hjá mér um próf og námsmat, hafa stjórnað svona atriðagreiningu allt niður í 4. bekk barnaskóla, og þeir halda því fram, að nem- endur eigi lnorki í erfiðleikum með að skilja aðferðina né að framkvæma hana. Á hinn bóginn eru nemendur, sem eru að ljúka háskólaprófi, engan veginn frábitnir svona greiningu. Hún veitir jieim raunhæf- an skilning á, hvernig bekknum té)kst með hverja spurningu, og sýnir })eim svart á hvítu, hvaða spurningar skilja hafrana frá sauðunum. Þeir taka sjálfir þátt í að kanna, hvernig bekknum gekk á prófinu og hvers vegna þeir svöruðu rangt spurningum, sem o o o o o o MENNTAMÁL 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.