Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 13
gaman af. Þannig var spurt koll af kolli, hver grein
var borin saman við allar aðrar greinar (paired
comparison). Ef fjöldi greina er N eru spurningarn-
ar N(N-l)/2 að tölu. Kannað var áður hvort sömu
spurningarnar ættu við alla bekki allra skóla. Ef
einn bekk eða árgang vantaði eina grein (t.d. leik-
fimi) var sú spurning fyrirfram strikuð út. (Um
ýmiskonar frávik var þarna að ræða milli skóla.)
Þannig var reynt að sneiða hjá tilviljanakenndum
svörum nemenda.
Um tvennskonar spurningaskrár var að ræða:
a) Spurningaskrá þar sem spurt var um vinsældir
greina samanborid við aðrar greinar (... meira
gaman að A eða B ...)
b) Spurningaskrá, þar sem spurt var, hvort
nemanda þætti gaman að einhverri grein eða ekki
(já eða nei form).
Þessar spurningaskrár voru iagðar fyrir nem-
endur TB og SB þrisvar sinnum í viðkomandi
skólum eins og sýnt er í eftirfarandi töflu (A
samanburðarspurningaskráin, B = já-nei-spurn-
ingaskráin)* 1:
1968 1969 1969 1970
vor vor haust vor
A A+B B A+B
1. + 2. 2.+ 3. 3.+ 4. 3.+ 4.
bekkir bekkir bekkir bekkir
Á þennan hátt fengust upplýsingar um viðhorf
sömu bekkja (nemenda) til ýmissa kennslugreina
yfir tímabil tveggja skólaára.
Spurningaskráin var mjög svipuð fyrir 1.-3.
bekk, en lengri og ítarlegri fyrir 4. bekk þar sem
um fleiri kennslugreinar var að ræða fyrir þetta
skólastig.
Sérstakar kennaraspurningaskrár voru lagðar
tvisvar fyrir bekkjakennara TB og SB vorið 1968
og vorið 1969. Seinni spurningaskráin var mun
styttri en sú fyrri og var eingöngu spurt um atriði
og þætti viðvíkjandi tónmenntinni. Dæmi um
spurningaskrárnar eru sýnd í viðauka hér að aftan.
Þó er fyrri kennaraspurningaskráin (1968) ekki
sýnd nema að hluta, sökum þess hve löng hún er,
en alls voru 65 spurningar á þeirri skrá.
Svörin við spurningunum um vinsældir náms-
greina samanborið við aðrar greinar og um tóm-
stundaiðju (spurningalisti A), svo og svörin um
viðhorf til námsgreina án samanburðar við aðrar
greinar og um tómstundaiðju (spurningalisti B),
voru götuð inn á tölvuspjöld. Útbúið var forrit
fyrir tölvuna, þar sem svör nemenda fengu stig
á sérstökum kvarða. Kvarðinn er í prósentum og
táknar hve mörg skipti nemendur taka eina grein
(t.d. lestur) fram yfir allar aðrar greinar í þeim
spurningapörum þar sem þessi grein (lestur) kemur
fyrir. Þetta val nemenda er síðan umreiknað með
tilliti til heildartölu spurningapara og nemenda-
fjölda i bekknum.
Til þess að fá betri mynd af „strúktúr“ bekkj-
anna, með hliðsjón af því hvaða greinar voru teknar
fram yfir aðrar, var framkvæmd svokölluð þátta-
greining (factor analysis) og „varimax-rotation“ í
tölvuúrvinnslunni (þ.e. stærðfræðileg aðferð þar
sem bekkirnir hefðu átt að hópast saman eða mynda
hnykla eftir því hvaða greinar voru teknar fram
yfir aðrar greinar). Þáttagreiningin ásamt „vari-
max-rotation“ leiddi samt ekki skýran „strúktúr“
í ljós sem hægt væri að nota til nánari skýringar og
túlkunar á niðurstöðunum. Aðalástæðan var sú
að tala þeirra bekkja sem hægt var að raða saman
með hliðsjón af námsgreinafjölda (þ.e. sömu
stundatöflu) var of lág, þ.e. hóparnir sem mynduð-
ust voru of smáir. Þáttagreiningin í þessu tilfelli
gefur ekki nánari upplýsingar um „strúktúrinn“ en
línuritin gera.
Fræðileg undirstaða almennrar túlkunar á niður-
stöðum úr bakgrunnsrannsókninni
Til þess að reyna að skýra þá heildarmynd af
viðhorfum nemenda til ýmissa námsgreina sem
felst í niðurstöðunum hér á eftir (þ.e. línuritunum)
er rétt að staldra við nokkrar fræðilegar tilgátur.
Á grundvelli þeirra tölulegu niðurstaðna sem fást
við athugun á spurningaskránum er hægt að lýsa
heildarmyndinni í hugum nemenda í grófum drátt-
um á eftirfarandi hátt (og er þá ekki tekið tillit til
ýmissa breytna, svo sem mismunandi skóla, aldurs
og kynferðis nemenda o.fl. sem hafa áhrif á innri
gerð þessarar myndar í einstökum hópum):
1. Greinar sem kenna grundvallandi leikni og
aðferðir (basic skills), svo sem reikningur, lestur
og skrift (þær verða til styttingar kallaðar „hefð-
bundnar greinar“ hér á eftir) njóta meðalvinsælda
1 Vor 1968: Vorið áður en tilraunin hófst. Haust 1969: Við upphaf annars árs tilraunarinnar.
Vor 1969: Eftir eitt ár frá upphafi tilraunarinnar. Vor 1970: Eftir tvö ár frá upphafí tilraunarinnar.
MENNTAMÁL
13