Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 32
TAFLA 3: Samanburður á svörum við kennara spurningaskrám frá 1968 og 1969
1968 1969 Lykilorð Svör 1968 Svör 1969 Breytingar
SpDl 1 Láta syngja lag í tímanum? 28(5)já, 21(4) öðru hv., Svo til
1(1) nei 9(2) sjaldan óbreytt
SpA3 2 Hreyfileikir, tónlist o.þ.h. upp- 28(6) uppörv., 26(6) uppörv., Svo til
örvandi eða truflandi áhrif? 1 (0) truflandi 2(0) engin br. óbreytt
SpD2 5 Hlakka nem. til tónmenntartímans? 12(1)já, 7(1)já, Breyting:
9(1) nei 11(3) nei mínus
SpD3 6 Koma nem. hressir eða leiðir úr 13(4) hressir, 14(5) hressir, Svo til
tónmenntartímanum ? 1 (0) leiðir 2(0) leiðir óbreytt
SpE3 8 Almennir kennarar fái viðbótarnám 26(5)já, 26(6)já Svo til
í KHÍ í sérgreinum (tónlist)? 2(0) nei óbreytt
SpD4 11 Fjölgun á tónmenntartímum 19(5) fjölga, 15(5) fjölga Breyting:
eða hæfilegur fjöldi ? 9(0) hæfilegt mínus
Á samanburðinum sést að lítil breyting hefur 30 bekkjum jafnmarga vikutíma í tónmennt, enda
orðið á 1 ári á viðhorfum kennara til þessara samsvarar það að kenna 750-900 nemendum á
spurninga. Breyting á Sp5 1969 miðað við D2 viku og persónuleg kynni og samband við nem-
1968 er smávægileg og getur m.a. stafað af því, að endur verða svo til útilokuð. Þeir álitu ennfremur
færri kennarar höfðu bekki sem fóru í tónmenntar-
tíma á eftir kennslunni. í Sp. 11 1969 miðað við D4
1968 er um smávægilega fækkun þeirra að ræða sem
vilja fjölga tónmenntartímum.
í heild má segja að kennarar leggi jákvæðan
dóm á tónmennt sem námsgrein í skólanum; að
þeir hafi jákvæða skoðun á viðhorfum nemenda
sinna til tónmenntar (sem er í ósamræmi við við-
horf nemenda til tónmenntar sem lýst er í köflunum
að framan) og að þeir hallist að fjölgun á tón-
menntartímum i skólanum og meiri fræðslu um
tónmennt og tónmenntaruppeldi í Kennaraháskóla
íslands.
Hvað viðkemur viðhorfi tónmenntarkennaranna
sem kenndu TB og SB þau tvö skólaár sem til-
raunin stóð, var það einróma álit þeirra að nem-
endur í TB hefðu náð góðum árangri í tónmennt
og að það væri tvímælalaust betra að kenna tón-
mennt þrisvar í viku en aðeins einu sinni vikulega.
Þeir töldu starfið mun auðveldara og eftirsóknar-
verðara á þennan hátt vegna betra sambands við
nemendur og vegna betri námsárangurs þeirra.
Síðast en ekki síst töldu þeir að þeir væru orðnir
betri kennarar en áður, bæði vegna þeirrar vinnu
sem þeir lögðu í undirbúning námsefnisins vetur-
inn 1967/68 og vegna þeirrar nýju reynslu að kenna
tónmennt þrisvar í viku. Þeir töldu það mest
lýjandi í starfi tónmenntarkennarans að kenna
að tvöföldun tónmenntartíma væri mikil bót miðað
við einn tíma á viku, þar sem þeir myndu þá
„aðeins“ kenna 375-450 nemendum og árangur
af starfinu yrði mun betri bæði vegna þessa og
svo þess að sá tími sem líður milli kennslustunda
er skemmri og því samband við hemendur betra.
Spurningaskrá II: B-form
Eins og lýst hefur verið að framan var í spurn-
ingaskrá A spurt um vinsældir ýmissa námsgreina
borið saman við aðrar greinar. í spurningaskrá B
(sjá viðbæti) var spurt um nokkurs konar ,,absolút“
viðhorf nemenda til ýmissa námsgreina og tóm-
stundaþátta. Spurt var hvort nemanda þætti gaman
að einhverri grein (,,já“-svar) eða ekki (,,nei“-svar).
Með því fengust upplýsingar um viðhorf nemenda
til ýmissa námsgreina án samanburðar við aðrar
greinar. Þetta þótti nauðsynlegt þar sem spurninga-
skrá A gaf ekki nægilega skýr svör við spurningum
um viðhorf nemenda til einstakra greina og hvernig
þetta viðhorf breytist yfir tveggja ára tímabil.
Forvitni lék á að fá svör við þessum spurningum
með tilliti til ýmissa breytna, svo sem kynferðis,
aldurs og skóla.
í spurningaskrá B var tölvuúrvinnslunni háttað
þannig að prósentutölur nemenda sem sögðu já
og nei, voru taldar út eftir skólum, bekkjum og
kynferði. Settar voru upp ýmsar töflur þar sem svör
MENNTAMÁL
32