Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 20
á fyrsta ári, en áhuginn á þessum greinum dvínar
áberandi á 3. ári (nema í skrift), sbr. mynd 1B.
Hins vegar fara vinsældir söngs hjá þessum bekk
lækkandi ár frá ári (sbr. skýririguna í 7. einingu).
Um SB í söng er sömu sögu að segja. Áhugi (já-
kvætt viðhorf) SB á öllum greinum hefur einnig
minnkað 1970 miðað við 1968 og á flestum grein-
um 1969 miðað við 1968. Að öðru leyti fylgir við-
horfamynstrið sömu meginlínu og í myndum 1A
og 1B. Lestur bóka og sjónvarp njóta meðalvin-
sælda, en „að hlusta á tónlist“ er frekar óvinsælt
(1968); óvinsælla en söngur í skólanum.
Á mynd 2B er viðhorf 2.-4. bekkja (TB og SB)
til námsgreina sýnt yfir sama tveggja ára tímabil.
Dvínandi jákvætt viðhorf nemenda í TB og SB
yfir árin kemur enn greinilegar í ljós en á mynd
2A. (Tilgáta: nemendur eru búnir að vera lengur
í skólanum; námsleiði hefur aukist). Viðhorf til
átthagafræði árið 1969 er áberandi jákvæðari en til
annarra „venjulegra" greina. (Tilgáta: átthaga-
fræði er áhugavekjandi grein, „nálægt lífinu“ og
því tilgangsrík í hugum nemenda). 1970 (í 4. bekk)
bætast við greinarnar teikning (TEIK), náttúru-
fræði (NÁTT) og kristinfræði (KRIST). „Við-
horfaatkvæði“ nemenda skiptast nú á fleiri greinar
og því fara heildar-vinsældir lækkandi. Burtséð frá
þessu er áberandi að nýju greinarnar eru metnar í
þessari röð: teikning, náttúrufræði, kristinfræði og
virðast hlutfallslega háar vinsældir þessara greina
vera á kostnað vinsælda hefðbundnu greinanna og
jafnvel leikfimi og handmenntar. 2. bekkjar nem-
endur hafa svipað jákvætt viðhorf til bókalesturs
og sjónvarps (jákvæðara en 1. bekkjar nemendur
á mynd 2A sama ár), en „að hlusta á tónlist“ er
óvinsælt; töluvert óvinsælla en hjá 1. bekkjar
nemendum sama ár.
3. eining: Samantekt þriggja skóla (nr. 2, 3 og 4)
vfir tímabilið 1968-70 fyrir 2.-4. bekki ÍTR og SB)
Mynd 3 sýnir paö sama og myndir 2A og 2B,
nema hér eru TB þriggja skóla sarrieinaðir í eina
línu og sama gildir um SB. Skýringarnar við myndir
2A og 2B eiga því einnig við mynd 3. Ef nokkuð
er kemur „viðhorfamynstrið“ yfir tveggja ára
tímabilið enn skýrar í ljós hér.
4. eining: Samanburður á SB í skólum 2-4 og SB
í skóla 1
Á mynd 4 sést samanburður á SB í skólum 2-4
og í skóla 1, þeim skóla þar sem nemendur fengu
MENNTAMÁL
20