Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 14
hjá nemendum eða tæplega það og er furðu lítill
munur á þessu milli skóla og bekkja.
2. Átthag'afræði er í flestum tilfellum metin
hærra en hefðbundnu greinarnar, en stundum eins.
3. Leikfimi, handavinna og yfirleitt einnig teikn-
ing eru mjög vinsælar greinar í samanburði við
hefðbundnu greinarnar og átthagafræði.
4. Tónmennt (söngur) er yfirleitt óvinsæl grein
miðað við aðrar sérgreinar, sérstaklega í saman-
burði við leikfimi og handavinnu, en svipuð í vin-
sældum og hefðbundnu námsgreinarnar ef ekki er
um samanburð vió aðrar sérgreinar að rœða.
Tilgátur til skýringa á þessum 4 niðurstöðum eru:
1. Hefðbundinn skólalærdómur (lesa, reikna,
skrifa) er viðtekinn af nemendum sem félagsleg
nauðsyn (maður fer í skólann til að lesa, reikna og
skrifa; það er til þess ætlast að maður kunni þetta;
foreldrarnir óska eftir því; þjóðfélagið krefst þess
o.s.frv.). Þessar greinar heyra því undir þau menn-
ingarlegu verðmæti sem þykja sjálfsögð; því eru
greinarnar einfaldlega almennt viðurkenndar af
nemendum (í það heila tekið). Þetta er hinn
„klassíski“ skóli, hin sígildu vitsmunalegu leikni-
atriði, huglægu greinarnar (sem því hljóta meðal-
vinsældir næstum eftir skilgreiningu sinni, þ.e.
aðrar greinar eru metnar meira eða minna út frá
þessu miðvægi skólahaldsins).
2. Átthagafræði virðist tvískipt í hugum nem-
enda. Annars vegar er hún oft staðsett fyrir ofan
vinsældir hefðbundnu greinanna (en ekki eins hátt
metin og leikfimi og handavinna), hins vegar u.þ.b.
jafnt á við hefðbundnu námsgreinarnar. Sennileg
skýring gæti verið:
a) Átthagafræði sem vinsæl grein: nálægt dag-
legu lífi, tilgangsrík, fjallar um félagslegt umhverfi
nemenda, verið er að vinna að hlutlægum verkefn-
um (einnig í dýra- og jurtaheimi), fjallað er um
heimilið, umferðina o.s.frv. Gerð greinarinnar er
því raunhæft daglegt líf og felur í sér beina virkni
nemenda í athugun á ýmsum fyrirbærum í skóla-
stofunni og utan hennar (sbr. teikna hluti og fyrir-
bæri, sagðar sögur o.fl.).
b) Átthagafræði sem venjuleg grein (grein meðal
hefðbundinna greina): tíminn er meira notaður í
svipaða vinnu og á sér stað meðal venjulegra
greina, þ.e. meira lesið og skrifað; minna athugað,
teiknað og farið á „vettvang“ í skólastofu og utan
hennar.
Kennsluaðferðin virðist því skipta hér meginmáli.
Það má setja fram þá tilgátu að virkar aðferðir
afli greininni vinsælda, en hefðbundnar lestrar-
aðferðir fremur óvinsælda, að öðru jöfnu.
3. Leikfimi og handmennt (smíði, handavinna):
Staða þessara greina er yfirleitt há á vinsælda-
kvarðanum; alltaf hærri en allar aðrar greinar yfir
öll árin (þó með sveiflum milli bekkja og skóla).
Þetta eru hreyfingar- og leiknigreinar, tilgangur
þeirra er ekki hulinn, þær krefjast virkni nemenda,
þeir fá fullnægingu á virkniþörf sinni við iðkun
þeirra á virkniskeiði þroskaferilsins (Bruner).1
Hér er um að ræða hlutlægar greinar þar sem
nemendur sjá áþreifanlegan árangur vinnu sinnar,
þ.e. þær eru ekki námsgreinar meðal námsgreina,
heldur sérstakar greinar; „sérgreinar“.
4. Teikning er nokkuð svipuð að vinsældum og
leikfimi og handmennt, þó ekki eins vinsæl hjá
nemendum yfir árin, sennilega vegna þess að virkni
nemenda hættir að vera eins frjáls (skapandi) og
fer meira yfir í bundið og tæknilegt form eftir því
sem árin líða (t.d. teikna eftir fyrirmynd).
5. Tónmennt (söngur) hefur almennt neikvæða
sérstöðu á vinsældakvarðanum; þó misjafnt eftir
því hvort aðrar sérgreinar eru kenndar samtímis
eða ekki:
a) Tónmennt er yfirleitt mjög neðarlega á vin-
sældakvarðanum hjá nemendum (neikvæð viðhorf
nemenda) ef þeir fá jafnframt leikfimi og/eða
handmennt. Ef svo er, hlýtur tónmennt alltaf lægri
sess en hefðbundnu námsgreinarnar og mun lægri
en leikfimi/handmennt. Það þýðir að vinsældir
leikfimi og handmenntar virðast verða á kostnað
vinsælda tónmenntar.
b) Ef tónmennt er eina greinin sem kennd er,
fyrir utan hefðbundnu greinarnar, þá er hún metin
svipuð og þær: nemendur hafa ekki samanburð
við aðrar sérgreinar, tónmennt er þá grein meðal
greina.
c) Sérstaka athygli vekja svör nemenda í skóla
þeim þar sem tónmennt var kennd óreglulega
eða féll niður (eins og áður var frá greint). Var
tónmennt metin svipað og í skólum þar sem hún
var kennd reglulega. Þessi niðurstaða gefur ástæðu
til að ætla að viðhorf nemenda ákvarðist að ein-
hverju leyti utan skólans og almennt félagslegt
mat á greininni ráði að nokkru, eða jafnvel verulegu
leyti, vinsældum hennar innan skólans.
1 J. Bruner skiptir hugþroskaferlinum niður í 3 þroskaskeið er einkenna hugsun og námsmáta barna að nokkru
í samræmi við þroskasálfræði J. Piaget.
MENNTAMÁL
14