Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 36
sýnd í töfluformi (tafla 4) neikvœðu atkvœóin hjá piltum og stúlkum gagnvart reikningi, lestri, skrift, söng og leikfimi yfir alla skólana samanlagt fyrir allar mælingar (í prósentum), bæði yngri og eldri aldurshópinn. Þessar 5 greinar voru valdar því að þær voru einu greinarnar sem voru kenndar bæði skólaárin í öllum viðkomandi skólum. Á töflunni sést vel, hvernig jákvætt viðhorf nem- enda til námsgreinanna minnkar frá 8-10 ára aldri. Við nánari athugun kemur í ljós að nær und- antekningarlaust er neikvætt viðhorf til reikn- ings hærra en til lesturs. Viðhorf til skriftar er nei- kvæðara hjá 8 ára en hjá 9 ára nemendum. 8 ára nemendur eiga e.t.v. enn í erfiðleikum við að ná valdi á fínhreyfingum, 9 ára nemendur hafa e.t.v. náð þessu valdi og það virðist veita þeim ánægju. Við 10 ára aldur virðast nemendur sjá minni til- gang í því að gera skriftaræfingar og neikvætt viðhorf til þessarar greinar vex. Á töflu 4 sést einnig mjög greinilega að mjög Iítill munur er á M2 og M3 hjá eldri hópnum í flestum greinum, bæði hjá piltum og stúlkum. Viðhorf nemenda til þessara greina virðist því hafa náð þar vissum stöðugleika (í 4. bekk) sem lítið breytist á því skólaári. Ef viðhorf nemenda til söngs og leikfimi eru athuguð kemur eftirfarandi í ljós: Breytingar á jákvæðu viðhorfí nemenda til leikfimi yfir árin eru sáralitlar og enginn marktækur munur eftir kynferði þar. í söng tvöfalda stúlkur neikvæðu atkvæðin milli M1 og M3 (í báðum aldurshópunum), frá ca. 10% til 20%. Piltar byrja í 25% (þ.e. fjórðungur pilta hefur ekki gaman af söng) og þessi tala vex í 58% við 10 ára aldur. Undantekningarlaust er mjög marktækur munur (við 1% markið1) eftir kynferði á viðhorfi til söngs við allar mælingar á báðum hópunum. Eins og áður segir eru greinarnar sem njóta með- alvinsælda hefðbundnu leiknigreinanna (sjá myndir A og B). Til þeirra mætti einnig telja átthagafræði að öðru jöfnu. Vinsælu greinarnar eru hins vegar greinilega leikfimi, handavinna og einnig teikning; sú síðastnefnda a.m.k. hjá stúlkum (sjá mynd B). Flest nei-atkvæði fær söngurinn (myndir A og B) og einnig „að hlusta á tónlist“. Þó er áberandi að þar sem neikvætt viðhorf nemenda til hins síðar- nefnda jókst hjá 2. og 3. bekk (mynd A) minnkar neikvætt viðhorf í 4. bekk (sjá M2 á mynd B). l. Einstakar greinar: nánar um mun eftir kynferði Að framan hefur almennt verið rætt um reglu- bundinn mun á viðhorfum pilta og stúlkna til námsgreina. Skal nú kannað nánar hvernig þessum mun er háttað m.t.t. einstakra greina. Þessi munur er stundum mjög lítill, stundum töluverður og stundum mjög mikill. Á máli töl- fræðinnar er þá greint á milli hvort munur er marktækur eða ekki. Hér verður munurinn á viðhorfi eftir kynferði til námsgreina greindur í 3 flokka: ekki marktækur (e.m.), marktækur (m.) og mjög marktækur (m.m.). (m) þýðir marktæki við 5% mörkin, en (m.m.) marktæki við 1% mörkin. í öllum tilfellum er verið að fjalla um heildarhópinn, þ.e. stúlkur og pilta í öllum skólunum samanlagt. Við fyrstu mælingu (Ml) á yngri aldurshópnum vorið 1969 (Mynd A) er hvergi um marktækan mun að ræða eftir kynferði (e.m.) nema í söng (m. m. ) og „horfa á sjónvarp" (m.m.). Við M2 er mark- tækur munur í reikningi (m.) og söng (m.m.). Við M3 er marktækur munur í skrift (m.m.) og söng (m.m.). Við fyrstu mælingu (Ml) á eldri aldurshópnum vorið 1969 (Mynd B) er marktækur munur eftir kynferði í reikningi og átthagafræði (m.) og söng (m.m.), einnig í „að horfa á sjónvarp“, en hér eru það stúlkur sem hafa neikvæðara viðhorf en piltar. 1 mælingum M2 og M3 er marktækur munur eftir kynferði í Jlestum greinum (ýmist m.m. eða m.). Einu greinarnar þar sem enginn marktækur munur er á er leikfimi, handavinna, landafræði og saga. Einnig er enginn marktækur munur á „að hlusta á tónlist“. Munurinn í viðhorfi til sjónvarps er marktækur (m.m.) við þriðju mælingu (M3). Mjög athyglisverður er munurinn eftir kynferði i fjórum greinum, sem kenndar eru í 4. bekk: staf- setningu, kvæðum, kristinfræði og teikningu (bæði við M2 og M3). Hér er munurinn mjög mark- tækur (m.m.) í öllum tilvikum. Áberandi er hve viðhorf pilta til þessara greina er miklu nei- kvæðara en viðhorf stúlkna og sérstaklega hve óvinsæl grein stafsetningin er hjá piltum (helmingur pilta er á móti henni). Er stafsetning næst-óvinsæl- ust eftir söngnum. Stafsetningarkennslan virðist því ekki tilgangsrík í augum pilta og hjá stúlkum er hún einnig tiltölulega óvinsæl. 1 Marktæki við 1% mörkin þýðir, að minna en 1% líkur eru á því, að mismunur sé tilkominn af tilviljun. MENNTAMÁL 36

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.