Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 23
(TB og SB) sem 3. bekkir 1969 og 4. bekkir 1970 sjást á myndum 5B og 5C, og gætir þá töluverðra breytinga, t.d. á viðhorfi TB í skóla 3 til lesturs 1969 og 1970 samanborið við 1968, svo og á við- horfi TB í skóla 2 til leikfími 1969 samanborið við 1968. Athyglisvert er að athuga viðhorf nemenda í skóla 3 árið 1970 (mynd 5C) til teikningar miðað við nemendur í skóla 2. Bæði TB og SB í skóla 3 hafa jákvæðari afstöðu til teikningar en sambæri- legir hópar í skóla 2. Vafalítið má m.a. skýra þennan viðhorfamun með mismunandi kennsluháttum í þessari grein í báðum skólunum. 6. eining: Samanburður á bekkjagæðum úr öllum skólum Á myndum 6A, 6B og 6C getur að líta 2.-4. bekki árin 1968-70 frá öllum skólum aðskilda eftir gæð- um, þ.e. allir „lökustu“ bekkir saman, allir „bestu“ bekkir og allir TB. Einkar athyglisvert er að við- horf nemenda til hinna ýmsu námsgreina og tóm- stundaþátta á fyrsta skólaári virðast vera mjög svipuð, óháð því hvort þeir eru í „góðurn" eða „lökum“ bekkjum (6A). Árin 1969 og 1970 virðist þó marktækur munur á viðhorfum nemenda í „lakari“ bekkjum borið saman við nemendur í „betri“ bekkjum svo og TB. Áhugi á lestri hjá „löku“ bekkjunum helst 1969 og einnig 1970 (hækkar jafnvel þar) en dvínar hjá hinum. Sömu sögu er að segja um reikning. Þetta bendir til þess, að nemendur í löku bekkjunum hafi enn áhuga á að lesa (eða læra að lesa) og reikna; greinar sem þeir eru vafalaust „veikir“ í, meðan betri bekk- irnir eru að glata áhuganum á þessum greinum, m.a. vegna þess að þeir eru læsir og kunna að reikna og sjá ekki lengur mikinn tilgang í því að þjálfa sig í leikniatriðum sem þeir þegar ráða við. Ef munur á viðhorfum einstakra „gæðahópa" nemenda til námsgreina er borinn saman við þær myndir sem sýndar voru að framan kemur í ljós að áhrif „bekkjagæða“ á viðhorf til námsgreina virðast samt minni en ýmis önnur áhrif, svo sem skólastíll, kennslustíll (kennaraáhrif) o.fl. 7. eining: Viðhorf til tónmenntar Vegna aukinnar kennslu í tónmennt í TB var áhugavert að vita hver viðhorf nemenda í TB yrðu til þessarar greinar borið saman við viðhorf nem- enda í SB. Mynd 7 sýnir viðhorf TB og SB 1.-3. bekkja og 2.^4. bekkja frá 1968-70. Þar sést greini- lega að þreföldun tónmenntartímanna hefur ekki menntamAl 23

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.